Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuðina, nú við lok mars þegar sólin hefur hækkað verulega á lofti, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 450 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.407,0 árskúa á búunum 450 var 6.470 kg. eða 6.522 kg. OLM
Lesa meira

Minnum á fagfund nautgriparæktarinnar 11. apríl

Fagfundur nautgriparæktarinnar verður fimmtudaginn 11. apríl 2024 á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Allir velkomnir! Fundinum verður einnig streymt. Smelltu á fyrirsögnina til að sjá dagskrána og hlekk á streymið.
Lesa meira

Opið hús á starfsstöð RML á Kirkjubæjarklaustri - 10. apríl - kaffiveitingar

Miðvikudaginn 10. apríl verður opið hús á starfsstöðinni okkar á Kirkjubæjarklaustri, að Klausturvegi 4, milli kl. 14:30 -16:00. Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændum, viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum að koma við í kaffi og spjall um verkefni RML. Kaffiveitingar í boði. Hlökkum til að sjá ykkur, öll velkomin !
Lesa meira

Fagfundur nautgriparæktarinnar 11. apríl 2024 á Hvanneyri

Nú styttist í öflugan viðburð á sviði nautgriparæktarinnar. Fagfundur nautgriparæktarinnar 2024 verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl í Ásgarði (Ársal) í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefst klukkan 13.00. Fundurinn er haldinn af Fagráði í nautgriparækt í samstarfi við BÍ, RML, Lbhí og NBÍ. Á fundinum verður meðal annars farið yfir rannsóknir á sviði nautgripræktarinnar, innleiðingu á kyngreindu sæði, kynbótastarfið í víðu samhengi og breytingar á námskrá í búvísindum. Fundurinn er opinn öllum og við hlökkum til þess að sjá ykkur sem flest.
Lesa meira

Hrossamælingar – ný þjónusta

Mælingamenn meðal starfsmanna RML bjóða hestaeigendum nú nýja þjónustu - mælingu þeirra hrossa sem óskað er. Öll venjubundin mál sem notuð eru við hrossadóma eru tekin eða alls 11 skrokkmál auk mælinga á hófalengd og holdastigunar. Niðurstöðurnar eru vistaðar í upprunaættbókinni WorldFeng og þar aðgengilegar og sýnilegar öllum notendum. Mælingar hafa sýnt sig að hafa ótvírætt gildi, þær eru leiðbeinandi við sköpulagsdóma og sýnt hefur verið fram á tengsl margra þeirra við hæfileika og aðaleinkunn í kynbótadómi.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Þorvaldur Kristjánsson hefur verið ráðinn hrossaræktarráðunautur hjá RML og starfar á Búfjárræktar- og þjónustusviði RML. Þorvaldur er öllum hnútum kunnugur innan hrossaræktarinnar og starfaði hjá RML á árunum 2015-2020.  Þorvaldur er með doktorsmenntun í búvísindum, hefur verið alþjóðlegur kynbótadómari frá árinu 2002, haldið fjölda námskeiða bæði hér heima og erlendis og veitt ráðgjöf í hrossarækt. Þorvaldur hefur unnið lengi á samstarfsvettvangi FEIF fyrir Íslands hönd og sem meðlimur fagráðs í hrossarækt.
Lesa meira

Pantanir á sýnatökuhylkjum – um nýtt pöntunarkerfi og niðurgreiðslur

Það styttist í vorið og því ekki seinna vænna fyrir sauðfjárbændur að fara að gera sig klára fyrir sauðburð. Eitt af því sem fyrir flesta verður ómissandi er sýnatökubúnaður til að taka DNA sýni úr lömbum. Hér verður nokkrum hagnýtum atriðum komið á framfæri. Nú er komið í notkun nýtt pöntunarkerfi, inn á heimasíðu RML, fyrir pantanir á hylkjum og töngum. Helstu breytingar gagnvart bóndanum eru að nú eru hylki og tangir keypt í gegnum vefverslun sem sett hefur verið upp á heimasíðunni. Hylkin sem bóndinn fær úthlutað verða skráð á bóndann í Fjárvís og því munu bændur geta séð þar hvaða hylki þeir eiga.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2023. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif? Eigendur stóðhesta eru minntir á að skrá hvað hryssur voru hjá þeirra hestum sumarið 2023. Ef hryssueigandinn er þegar búin að skrá fyljun er nóg að stóðhestseigandinn staðfesti þá skráningu (sjá mynd 1). Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu þessa árs.
Lesa meira

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins og þeir Blossi og Gullmoli verðlaunaðir

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á Hvanneyri fimmtudaginn 21. mars voru veitt verðlaun, sem kalla má þau æðstu sem veitt eru vegna sauðfjárræktar. Halldórsskjöldurinn: Hinn glæsilegi Halldórsskjöldur er veittur af fagráði í sauðfjárrækt sauðfjárræktarbúi ársins og var hann nú afhentur í þriðja sinn. Búið er valið útfrá heildareinkunn ánna í kynbótamati auk þess sem búið þar að standast ýmis viðmið, m.a. að komast á lista yfir úrvalsbú. Sá listi er aðgengilegur inn á heimasíðu RML ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu fyrir síðasta ár. Að þessu sinn var það Gýgjarhólskot í Biskupstungum sem stendur efst búa. Líkt og fram kom í umfjöllun um búið, hefur það á síðustu 10 árum staðið 9 sinnum efst yfir landið fyrir afurðir en þarna fer saman mjög öflugt ræktunarstarf og bústjórn sem stuðlar að hámarks afurðum.
Lesa meira

Prentun vorbóka í fullum gangi

Prentun vorbóka en nú í fullum gangi og munu á næstu dögum bækur berast bændum
Lesa meira