Fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar streymt á netinu

Í dag, föstudag fer fram fagráðstefna sauðfjárræktarinnar sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir í tengslum við aðalfund Landssambands sauðfjárbænda. Umfjöllunarefnið er beitarstjórnun og sníkjudýaravarnir á sauðfjárbúum. Þá verður sagt frá flutningi Fjárvís.is yfir í nýjan gagnagrunn og veitt verðlaun fyrir mestu kynbótagripi sæðingastöðvanna. 

Þeir sem ekki komast á ráðstefnuna eiga kost á að fylgjast með henni á vefnum. Tengil inn á útsendinguna má finna inni á vefnum www.saudfe.is. 

Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar:

Fagráðstefna Landssamtaka sauðfjárbænda 27. mars 2015 á Hótel Sögu (í salnum Heklu)

Titill: Beitarstjórnun og sníkjudýravarnir á sauðfjárbúum - sóknarfæri í aukningu afurða

Dagskrá

Fundarstjórar: Emma Eyþórsdóttir og Atli Már Traustason

  • 14:30-14:40 Setning og inngangur. Eyþór Einarsson, RML.
  • 14:40-15:40 “Using nutritional and grazing management practices to combat worms in sheep” [Nýting beitarstjórnunar og fóðrunar til að lágmarka ormasmit í sauðfé]. 
  • Rhidian Jones, sérfræðingur hjá SAC Consulting, Skotlandi
  • 15:40-16:00 Kaffihlé
  • 16:00-16:30 Nýting ræktaðs lands og beitarstjórnunar til að bæta afurðir sauðfjár við íslenskar aðstæður. 
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ.
  • 16:30-17:00. Smitleiðir og varnir gegn hnísla- og ormasýkingum. 
  • Hákon Hansson, dýralæknir, Breiðdalsvík.
  • 17:00-17:30. Fyrirspurnir og umræður.

Í lok ráðstefnunnar fer fram árleg verðlaunaafhending sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföður og besta reynda kynbótahrút ársins 2014. Þá verður einnig stutt athöfn vegna uppfærslu Fjárvís.is - skýrsluhaldskerfis sauðfjárræktarinnar. Nýja uppfærslan hefur verið í þróun undanfarin misseri hjá tölvudeild BÍ undir vinnuheitinu LAMB, en þegar hún tekur formlega við af þeirri eldri, tekur hún líka við nafninu Fjárvís.

Ráðstefnan er öllum opin. Hún er haldin í tengslum við aðalfund LS sem haldinn verður 26.-27. mars á Hótel Sögu.

Sjá nánar

saudfe.is

ee/okg