Hrossaræktin 2016 - Ráðstefna

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 5. nóvember nk. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Á dagskrá eru áhugaverðir fyrirlestrar um nýjar rannsóknarniðurstöður, yfirferð yfir hrossaræktarárið og verðlaunaveitingar.

Dagskrá hrossaræktarráðstefnunnar er eftirfarandi:

Laugardagur 5. nóvember 2016
13:00 Setning - Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og FHB
13:10 Hrossaræktarárið 2016 - Þorvaldur Kristjánsson
13:30 Heiðursverðlaunahryssur fyrir afkvæmi 2016
13:50 Verðlaunaveitingar:
-Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt)
-Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
-Verðlaun, hæsta litförótta hryssa ársins í kynbótadómi
14:10 Guðrún Stefánsdóttir - Hvaða líkamlega álag erum við að bjóða íslenska hestinum?
14:40 Kaffihlé
14:55 Heiðrún Sigurðardóttir - Mat á vilja og geðslagi íslenska hestsins
15:25 Umræður
15:40 Viðurkenningar fyrir tilnefnd ræktunarbú ársins 2016

Fundarslit um 16:00

Allir velkomnir!

þk/okg