Könnun um ærdauða lýkur á miðnætti þ. 28. júní

Leið sú sem opin hefur verið á bændatorginu á vefnum til að skrá vanhöld á sauðfé rafrænt verður lokað á miðnætti þ. 28. júní.

Þeir sem vilja og eiga eftir að taka þátt í könnuninni eru hvattir til að fara inn á bændatorgið á vefnum á slóðinni http://torg.bondi.is/notandi/ en þar undir má finna könnunina með því að velja Búnaðarstofu í valröndinni til vinstri og síðan undirliðinn Annað þar sem má finna lið sem heitir Ærdauði (http://torg.bondi.is/umsoknir/index/nyskra/tegund/5/). Þegar Ærdauði hefur verið valinn, þá þarf að smella á "Nýskrá" til að svara könnun um ærdauða í vetur og vor og einnig undanfarin ár.

Á morgun föstudaginn 26. júní eru því síðustu forvöð að leita til starfsmanna Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins (RML), þeirra Árna B. Bragasonar í síma 516-5008, Sigurðar Kristjánssonar í síma 516-5043 og Steinunnar Önnu Halldórsdóttur í síma 516-5045 til að fá aðstoð við að svara og skila könnuninni.

 

/sk