Kynbótahross á landsmóti 2016

Forföll boðuð
Eigendur hrossa sem hafa unnið sér þátttökurétt á landsmóti en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir um að láta vita um það, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að láta vita í síma 892-9690 eða á netfanginu thk@rml.is.

Sýningargjöld á landsmóti
Á Landsmóti 2016 á Hólum verður nauðsynlegt að innheimta sýningargjald af einstaklingssýndum kynbótahrossum á mótinu. Samningar hafa náðst á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landsmóts ehf. um skiptingu kostnaðar við sýningar kynbótahrossa á mótinu og verður hægt að hafa þetta gjald nokkru lægra en á öðrum kynbótasýningum. Gjaldið mun því verða 11.500 kr. fyrir utan vsk., samtals 14.260 kr. Eigendur kynbótahrossa á mótinu munu fá sendan reikning.

Úrvalssýning kynbótahrossa
Á laugardeginum á Landsmóti verður úrvalssýning kynbótahrossa þar sem hugmyndin er að virða fyrir sér bestu hross landsins fyrir ákveðna eiginleika og kynna fjölhæfni og fegurð hestsins. Á þessa sýningu mega koma hross með 9.5 - 10 fyrir tölt, brokk, skeið, stökk og fegurð í reið. Þessi sýning er opin þeim hrossum sem búa yfir þessum einkunnum og voru sýnd í vor, óháð því hvort þau vinna sér þátttökurétt á Landsmóti sem einstaklingar eða ekki. Eigendur hrossa sem ætlunin er að sýna á þessum dagskrárlið eru beðnir um að láta vita um þátttöku á netfanginu thk@rml.is.

thk/gj