Kynbótamat sauðfjár 2014

Kynbótamat sauðfjár hefur nú verið uppfært miðað við niðurstöður skýrsluhaldsins árið 2013. Uppfært mat er aðgengilegt á Fjárvísi. Við endurútreikninginn núna voru grunnhópar kynbótamatsins skilgreindir á sama veg fyrir alla eiginleika. Þannig þýðir einkunnin 100 núna meðalkynbótamat fyrir gögn síðustu 10 ára eða frá 2004-2013. Breytingarnar eru óverulegar fyrir dætraeiginleikana, frjósemi og mjólkurlagni þar sem grunnhópar fyrir þá voru áður skilgreindir á sama hátt. Breytingin er heldur meiri fyrir kjötgæðaeiginleikana, gerð og fitu og samanburður á eldra kynbótamati og því nýja fyrir þá eiginleika er með öllu ómarktækur. Mikilvægt er að hafa í huga að innbyrðis röð gripa breytist ekki þar sem gripir sem áður voru háir eru áfram þeir hæstu þó reiknuð einkunn hafi lækkað.

Kynbótamat hrúta á sæðingastöðvunum veturinn 2013-2014
 Hyrndir hrútar: Fita Gerð Kjötgæði Mjólkurlagni Frjósemi Heildareinkunn
Kvistur 07-866 109 110 110 101 106 106
Snær 07-867 124 107 116 108 100 108
Kjarkur 08-840 112 103 108 113 111 111
Guffi 08-869 113 112 113 103 111 109
Þróttur 08-871 113 118 116 97 103 105
Tenór 08-873 124 103 114 108 118 113
Bósi 08-901 104 106 105 123 121 116
Ás 09-877 115 119 117 101 96 105
Gaur 09-879 120 101 111 115 107 111
Gumi 09-880 113 95 104 117 116 112
Rafall 09-881 106 106 106 108 105 106
Guðni 09-902 114 111 113 110 118 114
Snævar 10-875 107 108 108 108 98 105
Stakkur 10-883 124 98 111 115 111 112
Grámann 10-884 110 112 111 112 103 109
Hængur 10-903 110 119 115 114 106 112
Kári 10-904 119 111 115 110 114 113
Myrkvi 10-905 119 114 117 105 104 109
Salamon 10-906 106 132 119 106 105 110
Váli 10-907 112 119 116 108 108 111
Drífandi 11-895 108 116 112 103 117 111
Prúður 11-896 101 115 108 105 114 109
Garri 11-908 115 128 122 102 103 109
Þorsti 11-910 110 112 111 97 105 104
Bekri 12-911 115 116 116 108 107 110
Bursti 12-912 109 124 117 107 98 107
Skratti 12-913 109 110 110 105 105 107
Vetur 12-914 110 110 110 101 101 104
Saumur 12-915 114 125 120 102 99 107
Kollóttir hrútar:            
Steri 07-855 101 116 109 117 101 109
Sigurfari 09-860 106 109 108 95 107 103
Dalur 09-861 123 95 109 112 106 109
Höttur 09-887 106 110 108 102 111 107
Strengur 09-891 109 105 107 114 100 107
Dolli 09-892 123 93 108 116 135 120
Baugur 10-889 118 109 114 104 95 104
Kroppur 10-890 109 111 110 99 100 103
Roði 10-897 109 120 115 104 102 107
Fjalli 11-898 93 121 107 99 101 102
Rosi 11-899 108 106 107 108 97 104
Robbi 11-900 109 118 114 108 103 108


Kynbótamatið er eitt af öflugustu verkfærunum sem hver sauðfjárbóndi hefur til að stuðla að erfðaframförum í stofninum hjá sér. Þegar þróunin í kynbótamati einstakra eiginleika er skoðuð fyrir síðustu 20 ár sést að gríðarlegur árangur hefur náðst í bættri gerð gripa. Mikill árangur hefur náðst síðustu fimm árin í öllum eiginleikum sem kynbótamat er reiknað fyrir. Erfðaframfarirnar eru metnar með því að reikna meðalkynbótamat hvers eiginleika hjá öllum hrútum sem fæddir eru viðkomandi ár með þeim skilyrðum að til séu lágmarksupplýsingar um bæði sláturlömb og dætur hrútanna.


/eib