Námskeið fyrir sauðfjárbændur haldin á Stóra-Ármóti og í Suður-Þingeyjarsýslu

Fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið fyrir sauðfjárbændur sem hefur yfirskriftina “Haustið” og fjallar um líflambaval og kynbætur.  Farið verður í lambadóma, meðferð lamba að hausti og fleira.  Námskeiðið byggir annarsvegar á fyrirlestrum og hinsvegar á verklegum æfingum þar sem farið verður í fjárhús og lömb þukluð og skoðuð.

Þetta námskeið verður í boði á tveimur stöðum á landinu, annarsvegar á Árholti og Sólvangi Suður-Þingeyjarsýslu föstudaginn 2. september.  Hinsvegar verður haldið námskeið á Stóra-Ármóti, Árnessýslu þann 8. september.  Námskeiðin standa frá kl. 10:00 til 16:00.  Kennarar verða Eyþór Einarsson, Árni Bragason, Fanney Ólöf Lárusdóttir (Stóra-Ármót) og María Svanþrúður Jónsdóttir (Suður-Þingeyjarsýslu).  Skráning í síma 516-5000 eða á netfangið ee@rml.is. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 29. ágúst.  Námskeiðsgjald er 18.000 kr. á hvern þátttakanda.

ee/gj