Nautgriparæktarráðunautur óskast til starfa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til að sinna verkefnum og ráðgjöf í nautgriparækt. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.

Ábyrgðarsvið, menntun og hæfniskröfur:

• Skal hafa lokið háskólaprófi í búvísindum eða annari sambærilegri menntun. Framhaldsmenntun á sviði kynbóta, fóðrunar, aðbúnaðar, frjósemi, nautakjötsframleiðslu eða annara þátta er tengjast framleiðsluferlum í nautgriparækt æskileg.

• Mun starfa með faghópi nautgriparæktar og fóðrunar og vinna sem hluta af ráðgjafateymi sem sinnir alhliða ráðgjöf til kúabænda með sérstaka áherslu á ráðgjöf í fóðrun, frjósemi og kynbótum sem og almennri ráðgjöf til kúabænda

• Vinna að þróun og sölu á ráðgjöf á landsvísu og á það jafnt við um sérhæfða ráðgjöf sem og aðkomu að heildstæðri og þverfaglegri ráðgjöf í samstarfi við aðra starfsmenn RML

• Við leitum að einstaklingum með brennandi áhuga á nautgriparækt í sínum víðasta skilningi og hafa metnað og frumkvæði sem nýtast til að byggja upp þekkingu sem nýtist til að efla búgreinina.

• Áhersla er lögð á skipulögð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess sem að viðkomandi þarf að halda utan um og stýra verkefnum innan fyrirtækisins samkvæmt vinnuferlum verkefnastjórnunar

• Kemur að öðrum verkefnum á einstökum fagsviðum sem starfsmaður hefur sérþekkingu til að gegna eftir því sem starfsaðstæður leyfa á hverjum tíma

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarnins er framsækið ráðgjafarfyritæki í eigu bænda og leggur metnað sinn í að viðhalda faglegri og óháðri ráðgjöf til aðila innan landbúnaðarins. Fyrirtækið er með starfstöðvar víðsvegar um landið en nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef þess rml.is .

Upplýsingar um starfið eru veittar með tölvupósti í gegnum netföng Karvels L. Karvelssonar (klk@rml.is) eða Gunnfríðar E. Hreiðarsdóttur (geh@ rml.is). Umsóknarfrestur er til 15. júlí.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið hér í gegnum vefinn. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og starfsferil umsækjanda ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Sjá nánar: 

Sækja um starf hjá RML

klk/okg