Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf hrossaræktarráðunautar

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins óskar eftir að ráða starfsmann - hrossaræktarrráðunaut - til að taka að sér starf ábyrgðarmanns hrossaræktar hjá RML. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.

Ábyrgðarsvið, menntun og hæfniskröfur:

  • Skal hafa lokið kandidatsprófi í búvísindum eða annari sambærilegri menntun. Framhaldsmenntun með sérhæfingu á sviði hrossaræktar er æskileg. 
  • Er leiðandi í starfi faghóps í hrossarækt og ber ábyrgð á framgangi og skipulagi fagstarfs innan hópsins. 
  • Mun bera ábyrgð á og tryggja, í samstarfi við faghóp, að framkvæmd ræktunarstarfs og skýrsluhalds sé í samræmi við sett ræktunarmarkmið.
  • Mun hafa yfirumsjón með skipulagningu kynbótasýninga, samræmingu dómara og öðru sem viðkemur framkvæmd kynbótasýninga.
  • Vinnur að þróun og sölu á ráðgjöf á landsvísu og á það jafnt við um sérhæfða ráðgjöf sem og aðkomu að heildstæðri og þverfaglegri ráðgjöf í samstarfi við aðra starfsmenn RML. 
  • Situr í fagráði í hrossarækt og kemur fram sem ræktunarleiðtogi íslenska hestsins.
  • Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga fyrir hrossarækt og staðgóða þekkingu á kynbótastarfinu eins og það er rekið í dag. Viðkomandi þarf að hafa metnað, frumkvæði og leiðtogahæfileika sem nýtast til að efla búgreinina.
  • Lögð er áhersla á skipulögð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum.

Upplýsingar um starfið eru veittar með tölvupósti í gegnum netföng Karvels L. Karvelssonar (klk@rml.is) eða Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur (geh@rml.is). Umsóknarfrestur er til 5. desember.

Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og starfsferil umsækjanda og gögn frá umsagnaraðilum. 

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið í gegnum vef RML: Sækja um starf hjá RML.

klk/okg