Sprotinn 2015

Á síðasta ári fengum við hjá RML góðar viðtökur hjá bændum við ráðgjafarpakka í jarðrækt sem við nefndum Sprotann og því ljóst að við munum halda því verkefni áfram. Við höfum gert smávægilegar breytingar á Sprotanum frá því í fyrra sem eru til þess fallnar að pakkinn nýtist bændum ennþá betur.

Markmiðið með Sprotanum er að veita bændum markvissa ráðgjöf í nýtingu áburðar ásamt því að veita ákveðna grunnþjónustu í jarðræktarskýrsluhaldi. Til þess að pakkinn nýtist bændum sem best mælum við með því að þátttaka í honum hefjist strax í vor eða sumar með úttekt á ræktunarlandi og endi á áburðaráætlun næsta vetur. Ákveðið svigrúm er í samsetningu pakkans og verðlagningin tekur mið af því.

Þjónusta sem er innifalin í Sprotanum:

  • Aðstoð við skráningu á áburðargjöf og uppskeru í Jörð.is.
  • Aðstoð við að viðhalda túnkorti og grunnupplýsingum um spildur í Jörð.is.
  • Úttekt á ræktarlandi þar sem einkum er litið til áburðarnýtingar og þarfa.
  • Aðstoð við umsókn um jarðræktarstyrk eftir því sem það á við.
  • Jarðvegssýnataka og túlkun niðurstaðna.
  • Áburðaráætlun unnin útfrá upplýsingum sem safnað hefur verið saman inn í Jörð.is, hey- og jarðvegsefnagreiningum og úr vettvangsskoðun.

Verð: 45.000 til 60.000 + vsk (fer eftir samsetningu pakkans).
Innifaldar í verði eru 7 til 10 klst vinna og ein til tvær heimsóknir.

Ítarlegri upplýsingar um Sprotann eru hér á vefsíðu RML, www.rml.is. Einnig er hægt að hafa samband beint við Sigurð Jarlsson, jarðræktarráðunaut í síma 516-5042 eða á netfangið sj@rml.is. Hann veitir allar upplýsingar um Sprotann og setur saman ráðgjafarpakka samkvæmt óskum hvers bónda.

Sjá nánar: 

Sprotinn 2015

bpb/okg