Stóðhestaskýrslur/fyljunarvottorð - gjaldtaka

Minnum á skil á stóðhestaskýrslum og fyljunarvottorðum. Fram til þessa hefur skráning á þessum skýrslum verið mönnum að kostnaðarlausu en nú verður breyting á því. Frá og með næstu áramótum verður gjald tekið fyrir þessar skráningar. Menn eru því hvattir til að skila þessum skýrslum á næstu starfsstöð RML fyrir áramótin. Upplýsingar um starfsstöðvar RML er að finna hér á heimsíðuni undir "starfsemi". Einnig má skanna þessa pappíra inn og senda í tölvupósti.

Gjaldskráin er eftirfarandi:
Lágmarksgjald er 1.500 kr. m. vsk. en inni í þeirri upphæð eru 4 skráningar, annað hvort 4 skráningar á stóðhestaskýrslu eða fjögur fyljunarvottorð. Hver skráning umfram þessar fjórar kostar 150 kr. m. vsk. Hámarksgjald á hverja stóðhestaskýrslu er 3.000 kr. m. vsk. en á hverja stóðhestaskýrslu er hægt að skrá 20 hryssur, þá er kostnaður á skráningu kominn niður í 150 kr.

Eins og kynnt var í Bændablaðinu í haust er nýjunga að vænta í heimarétt WorldFengs. Þar mun t.d. verða flip sem heitir Fyljanaskráning þar sem hægt er að gera grein fyrir fyljun hryssna. Þessar upplýsingar hlaðast inn í heimarétt stóðhestseiganda og þar getur hann staðfest að viðkomandi hryssur hafi verið hjá hestinum, sé það gert getur hryssueigandinn skráð folaldið um leið og það fæðist í sinni heimarétt. Þessi nýjung verður kynnt um leið og hún er komin í gagnið sem ætti að verða fljótlega.

Sjá nánar

Starfsstöðvar RML 

hes/okg