Uppeldi kvígna

Uppeldi kvígna er mjög misjafnt á milli búa og ljóst að víða má betur fara í því efni. Við getum ekki ætlast til þess að kýr skili bestum afurðum og séu við góða heilsu hafi þær ekki fengið gott uppeldi. Sem dæmi hafa rannsóknir sýnt að hagkvæmast er að kvígur beri við 24 mánaða aldur en meðal burðaraldur kvígna var 29 mánuðir hér á landi árið 2014. Augljóst er að þarna er sóknarfæri!

Lesa má nánar um uppeldi og frjósemi kvígna í grein sem Guðný Harðardóttir ráðunautur RML skrifaði. Greinin er komin hér á heimasíðuna og verður birt í Bændablaðinu á morgun, fimmtudaginn 26. mars. 

Sjá nánar: 

Uppeldi kvígna

gh/okg