Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd árið 2014

Hnykkur 14029
Hnykkur 14029

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr hópnum, sem fæddist 2014, á vef nautaskrárinnar, nautaskra.net. Sæði úr þessum nautum mun koma til dreifingar á allra næstu dögum.

Um er að ræða Sökkul 14023 frá Sökku í Svarfaðardal undan Víðkunni 06034 og Glætu 840 dóttur Flóa 02029, Alex 14024 frá Haga 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi undan Legi 07047 og Huppu 153 dóttur Fonts 98027, Hnykk 14029 frá Hlöðum í Hörgársveit undan Legi 07047 og Pílu 483 dóttur Stígs 97010 og Seið 14040 frá Leirulækjarseli í Borgarbyggð undan Legi 07047 og Elmu 379 sonardóttur Þrasa 98052.

Glöggir lesendur reka áreiðanlega augun í að hér er sæði úr fyrstu sonum Lagar 07047 frá Egilsstöðum á Völlum að fara í dreifingu.

Ungnautaspjöld með sambærilegum upplýsingum eru væntanleg úr prentun og munu fara til dreifingar innan tíðar. Að venju er þau einnig að finna á vefnum sem pdf-skjöl sem hægt er að prenta út.

Sjá nánar:

Nautaskra.net

/gj