Fréttir

Nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2023. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif? Eigendur stóðhesta eru minntir á að skrá hvað hryssur voru hjá þeirra hestum sumarið 2023. Ef hryssueigandinn er þegar búin að skrá fyljun er nóg að stóðhestseigandinn staðfesti þá skráningu (sjá mynd 1). Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu þessa árs.
Lesa meira

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins og þeir Blossi og Gullmoli verðlaunaðir

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á Hvanneyri fimmtudaginn 21. mars voru veitt verðlaun, sem kalla má þau æðstu sem veitt eru vegna sauðfjárræktar. Halldórsskjöldurinn: Hinn glæsilegi Halldórsskjöldur er veittur af fagráði í sauðfjárrækt sauðfjárræktarbúi ársins og var hann nú afhentur í þriðja sinn. Búið er valið útfrá heildareinkunn ánna í kynbótamati auk þess sem búið þar að standast ýmis viðmið, m.a. að komast á lista yfir úrvalsbú. Sá listi er aðgengilegur inn á heimasíðu RML ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu fyrir síðasta ár. Að þessu sinn var það Gýgjarhólskot í Biskupstungum sem stendur efst búa. Líkt og fram kom í umfjöllun um búið, hefur það á síðustu 10 árum staðið 9 sinnum efst yfir landið fyrir afurðir en þarna fer saman mjög öflugt ræktunarstarf og bústjórn sem stuðlar að hámarks afurðum.
Lesa meira

Prentun vorbóka í fullum gangi

Prentun vorbóka en nú í fullum gangi og munu á næstu dögum bækur berast bændum
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Undanfarið hafa verið birtar upptökur af fyrirlestrum sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML 23. nóvember. Í dag voru birtar tvær upptökur til viðbótar og eru það síðustu upptökurnar sem verða birtar í bili. Fyrirlestrarnir sem fóru í loftið í dag fjölluðu annars vegar um gervigreind, sá fyrirlestur var haldinn af Hjálmari Gíslasyni eiganda og framkvæmdastjóra GRID og hinsvegar fyrirlestur um hringrásakerfi næringarefna og möguleikana því tengdu, haldinn af Ísaki Jökulssyni bónda á Ósabakka á Skeiðum.
Lesa meira

Streymt verður frá fagfundi og afmælisráðstefnu Hestbúsins

Nú styttist óðfluga í tvo stóra viðburði á sviði sauðfjárræktarinnar. Annarsvegar er um að ræða hinn árlega fagfund sauðfjárræktarinnar sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, en sá fundur hefst kl. 10:00 fimmtudaginn 21. mars og er þar fjölbreytt dagskrá að vanda ásamt verðlaunaveitingum. Í framhaldi af þeim fundi hefst hátíðardagskrá í fjárhúsunum á Hesti kl. 18:00 í tengslum við 80 ára afmæli Hestbúsins sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir. Á föstudeginum heldur afmælisráðstefnan áfram á Hvanneyri, þar sem fjölmörg erindi verða flutt sem tengjast rannsóknum á Hesti og sauðfjárrækt almennt.
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Uppptökur af fyrirlestum sem haldnir voru á afmælisráðstefni RML 23. nóvember halda áfram að birtast einn af öðrum hér á vefnum og í dag voru tveir fyrirlestrar til viðbótar settir inn. Guðný Helga Björnsdóttir bóndi á Bessastöðum hélt fyrirlesturinn "Hvað er eiginlega loftslagsvænn landbúnaður"? Hinn fyrirlesturinn sem birtur var í dag var haldinn af Óla Finnssyni garðyrkjubónda á garðyrkjustöðinni Heiðmörk kallast sá fyrirlestur "Hjálp! er ég að taka við góðu búi"?
Lesa meira

Alþjóðlegu kynbótadómaranámskeiði FEIF lokið

Annað hvert ár er haldið alþjóðlegt kynbótadómaranámsskeið á vegum FEIF á Íslandi og að þessu sinni var það haldið í Kríunesi í Kópavogi, 8. til 10. mars. Fyrirlesarar voru Þorvaldur Kristjánsson og Heimir Gunnarsson. Verkleg æfing var haldin á laugardeginum og lánaði Helgi Jón Harðarson hesthúsið sitt í það og Eyjólfur Þorsteinsson útvegaði hross í verkefnið. Þökkum við þeim Helga Jóni og Eyjólfi kærlega fyrir aðstoðina. Erlendis hefjast kynbótasýningar í byrjun apríl en hér á landi verður fyrsta sýningin á Rangárbökkum í lok maí. Búast má við spennandi vori enda landsmót fram undan.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt árið 2023

Vakin er athygli á niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárækt sem voru birtar hér á heimasíðunni fyrir nokkru síðan (undir forrit og skýrsluhald). Auk hefðbundinna niðurstaðna sem áskrifendur að Fjárvís geta jafnframt séð hjá sér, má m.a. sjá þarna hinn árlega lista sem unninn hefur verið yfir bú sem ná góðum árangri 2023 (Úrvalsbú). Auk þess er þarna að finna árlegar umfjallanir um afkvæmarannsóknir bæði á vegum bænda og sæðingastöðvanna. Gerð verður frekari grein fyrir bæði niðurstöðum skýrsluhalds og afkvæmarannsóknum á vegum bænda árið 2023 í Bændablaðinu síðar.
Lesa meira

Opnun á vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar

Í dag var opnuð við hátíðlega athöfn á búnaðarþingi ný vefsíða; loftslagsvaennlandbunadur.is. Það eru Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Land og skógur með stuðningi matvælaráðuneytisins og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, sem standa að síðunni. Síðan hefur þann tilgang að miðla fræðslu um loftslagsvæna og sjálfbæra búskaparhætti og koma á framfæri upplýsingum um þau verkefni og árangur sem þátttökubú í Loftslagsvænum landbúnaði hafa náð.
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Eins og áður hefur komið fram er þessa dagana verið að birta fyrirlestra sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember. Í dag voru tvær upptökur birtar, fyrirlestur Helga Jóhannessonar ráðunautar hjá RML um kartöflumyglu, mygluspá og mygluvarnir í hlýnandii veðurfari og fyrirlestur Þóreyjar Gylfadóttur um þá þjónustu og áherslur sem RML setur í jarðrækt.
Lesa meira