Loftslagsvænn landbúnaður - námskeið í Dölum

Á námskeiðinu gefst þátttakendum kostur á að efla þekkingu sína á loftslagsmálum og hvaða aðgerðir eru vænlegar til árangurs svo sem með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun. Fyrirlesarar á námskeiðunum koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni. 

Kostnaður á einstakling eru 12 þúsund krónur og innifalið er hádegisverður og kaffi. 

Í framhaldi af námskeiðinu verður auglýst eftir formlegri þátttöku í verkefninu. Aðeins þeir sem hafa lokið námskeiði í Loftslagsvænum landbúnaði og eru í gæðastýrðri sauðfjárrækt geta fengið aðild að verkefninu með tilheyrandi stuðningi sem fjallað verður um á námskeiðunum. 

Nánari upplýsingar í síma 5165000.