Kynbótastarf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur yfirumsjón með kynbótastarfi í landinu í umboði Bændasamtaka Íslands samkvæmt búnaðarlögum. Ráðunautar RML sinna sérhæfðri ráðgjöf, hafa umsjón með og bera faglega ábygð á kynbótum og kynbótaskýrsluhaldi í búfjárrækt.

Helstu verkefni hjá RML er varða kynbótastarfið eru skýrsluhald og úrvinnsla, vinnsla kynbótamats, val kynbótagripa og afkvæmarannsóknir, búfjárdómar, þjónusta við sæðingastöðvar og kynbótaráðgjöf.

Ráðunautar RML sinna ráðgjöf sem snýr að búfjárrækt og sinna leiðbeiningastarfi með fræðsluerindum, námskeiðahaldi og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf.