- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta og verðskrá
- Um okkur
RML tekur að sér hönnunarvinnu á landbúnaðarbyggingum þar sem aðbúnaður dýra og manna er í fyrirrúmi. Þegar líður á hönnunarferlið er verkfræðistofa sett inn í verkið sem klárar allar nauðsynlegar teikningar sem skila þarf inn til byggingarfulltrúa.
Samvinna er við teiknistofu AVH ehf.
RML hefur verið að leita að heppilegum samstarfsaðila varðandi það að koma ráðgjöfinni í þann farveg að hægt sé að bjóða bændum þjónustu frá hugmynd að fullbyggðu gripahúsi. RML hefur hingað til vantað samstarf við teiknistofu með skrifstofur nálægt viðskiptavinum sunnan og norðan heiða. Náðst hafa samningar við AVH sem er fyrirtæki sem getur skilað öllum tilskyldum teikningum til yfirvalda. Ætlunin er að teikningarnar verði unnar í grunninn af RML en kláraðar af AVH í fullu samráði við bútækniráðgjafa RML, varðandi aðbúnað og vinnuumhverfi sem ætti að minnka hönnunarkostnað. AVH ehf er alhliða teiknistofa sem sér um arkitekta-, burðarþols-, og lagnateikningar og hönnun fyrir allar stærðir af mannvirkjum. AVH ehf hefur sérhæft og reynslumikið starfsfólk með áratuga langa reynslu í öllu sem við kemur mannvirkjagerð. AVH ehf hefur hannað fjölmargar byggingar síðastliðin 40 ár. Fyrirtækið var formlega stofnað árið 1974 og hét þá Teiknistofa Hauks Haraldssonar sf, en var breytt í AVH arkitektúr – verkfræði – hönnun árið 2003. Hverjum bónda verður að sjálfsögðu áfram frjálst að velja aðrar leiðir varðandi fullvinnslu sinna teikninga kjósi hann svo.