Bændur og búalið í Dölum og Reykhólasveit

Almennur fræðslufundur um ,,Jarðrækt og yrkjaval í gras- og grænfóðurrækt“ verður haldinn í Félagsheimilinu Árbliki í Suður-Dölum þriðjudaginn 25. apríl n.k. ef næg þátttaka fæst. Fundurinn hefst kl. 13:00 og stendur til ca kl. 17:00.

Á fundinum munu ráðunautarnir Eiríkur Loftsson og Snorri Þorsteinsson frá RML fjalla um mikilvæga þætti jarðræktar og val á yrkjum í gras- og grænfóðurrækt.

Bændur eru hvattir til að skrá sig til þátttöku, annað hvort gegnum tölvupóst (gg@rml.is) eða í gegnum tengil hér neðst á síðunni.

Frestur til að skrá þátttöku rennur út á hádegi mánudaginn 24. apríl 2017.

Þátttökugjald í fræðslufundinum (námskeiðinu) er kr. 10.250. Það innifelur námskeiðsgögn / fagefni, kaffihressingu og fundaraðstöðu.

Félagar í Bændasamtökunum eða aðildarfélögum þess sem hafa greitt árgjald til samtakanna, eiga rétt á og geta sótt um endurmennturarstyrk úr Starfsmenntasjóði BÍ.

Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á Gunnar Guðmundsson í gegnum póstfangið gg@rml.is.

Með von um góða þátttöku. 

Sjá nánar

Skráning á fundinn

gg/okg