Fjárfestingarstuðningur 2018

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingarstuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2018. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars. Rétt er að benda á að síðasti virki dagur fyrir skiladag í nautgriparækt er 28. mars sökum páskaleyfis.

Það sem fylgja þarf með umsókn er: 

  • Kostnaðaráætlun
  • Framkvæmdaráætlun
  • Verkáætlun og verklýsing
  • Rökstuðningur fyrir því hvernig framkvæmdin stenst kröfur um stuðning
  • Staðfesting byggingarfulltrúa (teikningar ef við á)
  • Veðbókarvottorð á að umsækjandi sé eigandi ef umsækjandi er ekki eigandi þarf skriflegt leyfi landeigenda (það er nóg að vísa í lögbýlaskrá ef umsækjandi er þegar að þiggja beingreiðslur).

Framkvæmdir sem eru yfir einni milljón eru styrkhæfar, að öðru leyti er allt styrkhæft sem viðkemur endurnýjun, endurbótum og nýbyggingum. Þess ber þó að geta að hluti af tæknibúnaði er ekki styrkhæfur, nánari upplýsingar um það veita ráðunautar.
Þau sem sóttu um styrk í fjárfestingarstuðning í nautgriparækt árið 2017 og voru ekki búin að klára framkvæmdir um áramót eru hvött til að sækja um að nýju.

Aðkoma RML að framkvæmdum
RML er nú farið að auka við sína þjónustu og taka enn meiri þátt í framkvæmdum með bændum sem það kjósa.

Starfsmenn RML geta aðstoðað við:

  • Umsóknir vegna fjárfestingarstuðnings
  • Rekstrar- og fjárfestingaráætlun sem auðveldar lántöku ef við á
  • Hönnunarvinna með aðbúnað manna og dýra í forgrunni eða að fara yfir teikningar
  • Útboðsgerð
  • Eftirfylgni með kostnaðar og rekstraráætlun

Viljum við hjá RML leggja áherslu á aðstoð við útboðsgerð og eftirfylgni með kostnaðaráætlunum. Nú þegar hefur sýnt sig að það er hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir með aðstoð RML við að leita útboða í tengslum við framkvæmdir.

Ef þú kýst að notfæra þér þjónustu RML við einhverja af þessum þáttum þá vinsamlegast hafðu samband sem fyrst við einn eftirtöldum ráðunautum: 

  • Sigtryggur V. Herbertsson - sigtryggur@rml.is
  • Sigurður Guðmundsson - sg@rml.is
  • María Svanþrúður Jónsdóttir - msj@rml.is
  • Anna Lóa Sveinsdóttir - als@rml.is
  • Fanney Ólöf Lárusdóttir - fanneyolof@rml.is
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir - gha@rml.is
  • Guðný Harðardóttir - gudnyh@rml.is
  • Harpa Birgisdóttir - harpa@rml.is
  • Kristján Óttar Eymundsson - koe@rml.is
  • Runólfur Sigursveinsson - rs@rml.is
  • Sigríður Ólafsdóttir - so@rml.is
  • Sigurlína Erla Magnúsdóttir - sigurlina@rml.is

Sjá nánar um aðkomu RML að hönnun og framkvæmdum

Bútækni og aðbúnaður

svh/okg