Hrútaskrá 2017-18 er komin úr prentun

Í dag kom Hrútaskrá 2017-18 úr prentun og fer nú til dreifingar til sauðfjárbænda og áhugamanna um sauðfjárrækt um land allt svo fljótt sem verða má. Veðrið er því miður ekki hagstætt í augnablikinu og af þeim sökum gæti dreifing tafist eitthvað en skráin ætti að öllu jöfnu að verða til dreifingar á hrútafundum í næstu viku og vonandi þeim fundum sem haldnir verða á morgun og um helgina.

Hrútaskrána má nálgast á skrifstofum búnaðarsambanda og RML um land allt í næstu viku og jafnvel fyrr ef veður og færð leyfa. Búnaðarsamböndu munu sjá um dreifingu hvert á sínu svæði á hefðbundinn hátt á næstu dögum.

/gj