Innvigtunargjald á umframmjólk hækkar þann 1. des.

Auðhumla hefur tikynnt um hækkun á sérstöku innvigtunargjaldi á umframmjólk um 5 kr. á lítra, úr 35 kr. í 40 kr. á hvern innveginn lítra. Þessi hækkun hafði verið boðuð fyrr í haust ef innvigtun héldi áfram í sama takti eins og það er orðað í tilkynningu frá Auðhumlu.

Með þessari hækkun fá mjólkurframleiðendur greiddar 47,40 kr. fyrir hvern lítra umframmjólkur, þ.e. fullt afurðastöðvaverð að frádregnu sérstöku innvigtunargjaldi.

audhumla.is/gj