Skýrsluhald í geitfjárrækt

Skýrsluskil í geitfjárræktinni miðast við 12. desember. Þá eiga gögnin að vera komin í kerfið, þannig að þeir sem skila inn gögnum til skráningar skulu miða við að koma þeim ekki seinna en 4. desember til skráningar. Margir af þeim sem eru með aðgang að Heiðrúnu hafa þegar lokið skilum á gögnum fyrir framleiðsluárið 2017. Fyrir þá sem ekki eru í netskilum eru tvær leiðir færar. Annaðhvort að ná í exelskjal sem er hér á heimasíðunni undir (sjá tengla hér neðar) og vista það niður í sína tölvu, fylla út og senda sem viðhengi í tölvupósti. Eða fylla út pappír og senda í pósti. Bréf ásamt skýrsluformi er á leið í pósti til allra.

Nánari upplýsingar veita:
Eyþór Einarsson / ee@rml.is
Lárus G. Birgisson / lgb@rml.is

Sjá nánar

Geitaskýrsla framleiðsluárið 2016 til 2017 
Vanhöld geita framleiðsluárið 2016 til 2017 

ee/okg