Verkefnavefurinn www.korn.is

Mynd: korn.is
Mynd: korn.is

Verkefnavefurinn www.korn.is er nú kominn í loftið. Þar verður fjallað um kornverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar verður að finna upplýsingar um allar korntegundir sem eru í tilraunum við LbhÍ með megin áherslu á bygg. Einnig verður þar að finna útgefið efni um kornrækt hérlendis. Vefurinn verður uppfærður jafnóðum og niðurstöður úr verkefnunum berast. 

Viljum við hvetja bændur sem áhuga hafa á kornrækt til þess að kynna sér þennan nýja verkefnavef.

sþ/okg