Landbúnaður og náttúruvernd - LOGN

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Í byrjun desembermánaðar s.l. var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Bændasamtaka Íslands og Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að kanna tækifæri í samþættingu landbúnaðar og náttúrverndar. Verkefnið er fjármagnað af Umhverfisráðuneytinu sem hefur gert samning við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. um að vinna verkefnið. Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur er verkefnisstjóri.

Markmið og tilgangur verkefnisins er að kanna möguleika á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar auk þess að greina tækifæri, hindranir, samlegðaráhrif og mögulegan ávinning af náttúruverndaraðgerðum á landbúnaðarsvæðum.

Vinnufundir í Lyngbrekku og Kiðagili
Stór hluti verkefnisins er að leita eftir hugmyndum frá bændum og kanna viðhorf þeirra til náttúrverndar. Ákveðið var að setja fókusinn á Vesturland og Norðausturland og hafa Mýrar í Borgarfirði og Bárðardalur í Þingeyjarsveit verið valin sem sérstök rýnisvæði. Boðað hefur verið til funda á svæðunum þar sem kynna á verkefnið, en einnig kalla eftir staðbundinni þekkingu og viðhorfum íbúa til náttúruverndar.

Fundirnir verða haldnir 10. og 11. apríl, hefjast kl. 12:00 og reiknað er með að þeir standi til kl. 15:00.

Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu og eru allir velkomnir.

Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

  • 10. apríl Félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum
  • 11. apríl Kiðagili í Bárðardal

Skráning á fundina
Bændur og landeigendur eru hvattir til að mæta á fundina og taka þátt í verkefninu. Til að áætla fjölda er fólk beðið um að skrá sig á fundina í gegnum tengil hér neðst á síðunni. 

Spurningakönnun og viðtöl við bændur
Undanfari fundanna er spurningakönnun sem hefur nú þegar verið send út til bænda til að greina þekkingu þeirra og viðhorf til náttúruverndar. Anna Ragnarsdóttir Pedersen nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ hefur séð um gerð og uppsetningu könnunarinnar en verkefnið verður að hluta til mastersverkefni Önnu. Anna mun halda stutta kynningu um verkefnið sitt og segja frá greiningum úr könnuninni. Allir þeir sem hafa fengið könnunina senda eru hvattir til að taka þátt og svara könnuninni. Í framhaldi af fundunum munu aðstandendur verkefnisins óska eftir að hitta bændur og taka við þá stöðluð viðtöl sem verða notuð í greiningarvinnunni. Þeir sem ekki hafa lent í úrtakinu en vilja taka þátt í könnuninni geta haft samband við Önnu Ragnarsdóttur Pedersen í gegnum netfangið arp13@hi.is.

Sjá nánar

Skrá á vinnufund LOGN

sts/okg