Samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað

Búið er að samþykkja í ríkisstjórn að fela Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, Skógræktina og sauðfjárbændur að þróa heildstæða ráðgjöf fyrir bændur varðandi það hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá búrekstri og landi og/eða aukið bindingu kolefnis. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði að fullu innleitt árið 2020. Sjá nánar á vef Stjórnarráðs Íslands.

Sjá nánar

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands

bpb/okg