Fara í efni
Yellow Blue Green

Sjálfbær akuryrkja

Sjálfbær notkun lands í akuryrkju byggir á meginatriðum jarðvegsverndar til að vernda gæði jarðvegsins, með því að huga að eðlisrænum, efnafræði-, líffræði- og vistfræðilegum þáttum í hnignun hans.

Blue G
Yellow Blue Green

Eðlisrænir þættir

tengjast m.a. uppbyggingu jarðvegs og samkornun hans, jarðvegsrofi, þjöppun, lokun og jarðvegseyðingu.

 

Efnafræðilegir þættir

í hnignun jarðvegs tengjast m.a. súrnun, söltun, tapi næringarefna, getu til efnahvarfa (katjónaskipti), efnafræðilegt ójafnvægi, útskolun eða mengun.

 

Líffræðilegir þættir

í hnignun jarðvegs tengjast m.a.: tapi líffræðilegrar fjölbreytni, sjúkdómsvöldum í jarðvegi, tapi á lífrænu efni í jarðvegi, losun gróðurhúsalofttegunda, tapi á geymslurýmd kolefnis í jarðvegi.

Vistfræðilegir þættir

í hnignun jarðvegs tengjast m.a.: röskun í hringrás næringarefna, röskun í hringrás vatnsbúskapar, hnignun í framleiðni, tapi næringarefna og kolefnis, tapi í nýtni aðfanga, hindruðu niðurbroti mengunarefna í jarðvegi.

 

Við nýtingu akuryrkjulands er mikilvægt að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi í lágmarki.
Einkum þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Að lágmarka rof jarðvegs sem verður með vatni og vindi. Jarðvinnsla að hausti og yfir vetur getur því verið varasöm.

  • Mikilvægi þess að hlúa að uppbyggingu jarðvegs og vernda jarðveginn með gróðurþekju eða lífrænum leifum.

  • Að koma í veg fyrir jarðvegsmengun t.d. vegna ofnotkunar áburðarefna og/eða varnarefna.

  • Að gæta að jafnvægi, hringrás og ferlum næringarefna.

  • Að dreifa ekki búfjáráburði yfir vetur þegar gróður er ekki tilbúinn til að taka upp áburðarefnin.