Prentun á vorbókum 2023
17.03.2023Ágætu skýrsluhaldarar í sauðfjárrækt. Eins og fram hefur komið stendur til að taka vor- og haustbækur í allsherjar yfirhalningu með það að markmiði að birta ýmsar nýjar upplýsingar sem eru nú til staðar um gripina en koma ekki fram í bókunum og koma til móts við hugmyndir um frekari gagnasöfnun, til dæmis til að leggja mat á fleiri eiginleika í sauðfjárrækt.