Fara í efni
Yellow Blue Green

Loftslagsvænn landbúnaður er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Lands og skógar, matvælaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Markmið hans er að auka þekkingu bænda á loftslags- og umhverfismálum, með fræðslu og ráðgjöf. Bændur setja sér markmið og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar, ásamt því að auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri. 

Í Loftslagsvænum landbúnaði er leitast við að minnka kolefnissporið samhliða því að  hagræða í rekstri. Í verkefninu eru nú 56 þátttökubú í sauðfjárrækt, nautgriparækt og grænmetisbændur sem stunda útiræktun grænmetis.

Yellow Blue Green

Öflugt verkfæri í loftlagsmálum landbúnaðarins

Styrkleikar verkefnisins felast í grasrótarnálgun þar sem hvert þátttökubú setur sér aðgerðaáætlun sem tekur mið af aðstæðum, getu og möguleikum hvers bús. Það hvetur bændur til aðgerða og hefur jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Aðgerðaáætlun er verkfærakista og lykilinn að loftslagsvænum landbúnaði. Verkefnið miðar að því að stækka samám saman verkfærakistuna þannig að markmiðum landbúnaðarins um kolefnishlutleysi verði náð. Verkefnið nær inn á mörg svið loftslags- og umhverfisgæða ásamt því að skila mörgum óefnislegum afurðum en tengist einnig byggðamálum og menningu.BlueGreen

 

Aðgerðaáætlun sem byggir á tækifærum
til loftlagsvænna aðgerða

Í Loftslagsvænum landbúnaði setja þátttakendur sér skriflega aðgerðaáætlun, sem er endurskoðuð árlega, um hvernig dregið skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding aukin í búrekstrinum. Þátttakendur vinna markvisst að settum markmiðum í daglegum bústörfum. Það leiðir til samdráttar á losun frá landbúnaði og bætir í þekkingarbrunninn um loftslagsvænar aðgerðir íslensks landbúnaðar.

 

 

Ráðgjöf og fræðsla um hvernig hægt er
að gera búreksturinn loftlagsvænni

Þátttakendur fá markvissa fræðslu og ráðgjöf um hvernig hægt er að gera búreksturinn loftslagsvænni með bættum búskaparháttum, skógrækt og landgræðslu. Á upphafsnámskeiði er farið yfir undirstöðuatriði loftslagsmála og árangursríka áætlanagerð, mánaðarlega eru stuttir fjarfundir þar sem haldnir eru fyrirlestrar sem dýpka þekkingu þátttakenda frekar og á árlegum staðvinnustofum eða heimsókn á bæ hittast þátttakendur og ráðgjafar.

Aðgerðaáætlun

Aðgerðaáætlunin byggir á aðgerðalista sem hvert bú setur sér markmið undir, eitt eða fleiri. Aðgerðirnar hvetja bændur til að móta markmið, sem þekkt er að geti stuðlað að loftslagsvænum búskaparháttum. Þátttakendur eru duglegir að koma með aðgerðir sem eru fullar af nýsköpun, framsækni og spennandi möguleikum sem hjálpa til á vegferð landbúnaðarins að kolefnishlutleysi.

 

Fyrir hverja er verkefnið

-
Hvernig get ég tekið þátt?

Í dag er verkefnið fyrir sauðfjárbændur í gæðastýrðri sauðfjárrækt, nautgripabú og grænmetisbændur í útiræktun grænmetis sem uppfylla lögbundnar skýrsluhaldskröfur. Reglulega er auglýst eftir þátttakendum, en auglýsingar eru birtar á vef Loftslagsvæns landbúnaðar, heimasíðum RML og Lands og Skógar og í Bændablaðinu.

Verkefnastjórnun

Verkefnið er fjármagnað af matvælaráðuneytinu og umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytinu. Verkefnastjórn skipa: Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnastjóri, Borgar Páll Bragason fagstjóri RML, Gústav M. Ásbjörnsson sviðsstjóri Lands og Skógar og Valdimar Reynisson, skógræktarfulltrúi. Allar nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að fá hjá verkefnastjóra á netfanginu berglind@rml.is og í síma 516-5000.