DNA-sýnataka

Einn mikilvægasti hlekkurinn í framkvæmd erfðamengisúrvals er sýnataka og arfgerðargreining gripa þannig að fá megi sem mestar og bestar upplýsingar um kúastofninn á hverjum tíma. Vegna þess að arfgerðir taka breytingum með hverri kynslóð vegna endurröðunar erfðavísa þarf að taka vefjasýni til greiningar úr sem flestum kvígum á hverjum tíma.

Sýnatakan hefur nú verið færð í hendur bænda sjálfra og verður með þeim hætti að sýni er tekið um leið og einstaklingsmerki er sett í gripinn. Til þess eru notuð sérstök merki sem eru með áföstu sýnatökuglasi og er slíkt merki sett í annað eyrað á hverri kvígu sem ætlunin er að taka sýni úr. Þessi merki er hægt að panta inni á bufe.is eins og önnur eyrnamerki.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar og leiðbeiningar sem varða sýnatökuna.

Leiðbeiningamyndband - ísetning merkja til DNA-sýnatöku 

Leiðbeiningar um sýnatöku með merkjum frá AgroTag í Danmörku 

Leiðbeiningar um sýnatöku með merkjum frá OS í Noregi 

Spurt og svarað um sýnatökuna