Hrossarækt fréttir

Örmerkingar – munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Einstaklingsmerkingarvottorð á að hafa borist til skráningar fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæðist. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

Eins og allir vita þá var námskeiðahald vandkvæðum bundið á meðan á Covid stóð. Námskeið í örmerkingum höfðu því legið niðri frá haustinu 2020. Nú hefur hins vegar verið bætt úr því og á síðustu vikum hafa verið haldin sex námskeið. Bóklegi hluti námskeiðanna fór fram á fjórum stöðum, Hvolsvelli þar sem haldin voru tvö námskeið annað í nóvember en hitt í janúar. Tvö námskeið voru á Blönduósi bæði í janúar, eitt á Hvanneyri í janúar og það síðasta var á Egilsstöðum 1. febrúar.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara verður haldið á vegum FEIF í mars. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru til menntunar eru BS-gráða í búvísindum, hestafræði eða dýralækningum, reynsla af þjálfun hrossa og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum. Áhugasamir hafi samband við Elsu Albertsdóttur (elsa@rml.is) fyrir 7. febrúar nk.
Lesa meira

Skýrsluhald - heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til Matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.299 folöld. Fjöldi fæddra folalda sem skráð hafa verið í WF síðustu ár hefur verið rétt innan við 6.000, þannig að talsvert á eftir að bætast við.
Lesa meira

Örmerkinganámskeið í janúar 2023

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinganámskeið í janúar 2023. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hrossa hjá Matvælastofnun, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á þremur stöðum, verði þátttaka næg.
Lesa meira

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Lesa meira

Fimmtán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2022

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 36 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár.
Lesa meira

Skráning á stóðhestaskýrslum og fangvottorðum

Nú eru væntanlega flestir stóðhestar komnir í frí og hryssurnar komnar til síns heima. Það er því rétti tíminn núna að ganga frá skráningum á fangi. Skráning á fangi er eitt af því sem þarf að vera skráð í WF til að hryssueigendur geti skráð folöldin sem fæðast á næsta ári. Eins og þegar hefur verið kynnt, er í dag innheimt fyrir allar grunnskráningar hrossa (sjá verðskrá RML).
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hellu 23. ágúst

Yfirlit síðsumarauka á Gaddstaðaflötum fer fram þriðjudaginn 23. ágúst og hefst kl. 09:00. Áætluð lok um kl. 11:00.
Lesa meira

Yfirlit á Stekkhólma 23. ágúst

Yfirlitssýning á Stekkhólma hefst kl 9 þriðjudaginn 23. ágúst. Alls hlutu 10 hross hæfileikadóm.
Lesa meira