Hrossarækt

Kynbótastarf í íslenskri hrossarækt byggist að stórum hluta á einstaklingssýningum kynbótahrossa og afkvæmasýningum þar sem um er að ræða árlegar héraðssýningar víðs vegar um landið auk annarra sýninga, s.s. fjórðungs-og landssýninga. Annar meginþáttur kynbótastarfsins er skýrsluhald sem er í dag að stórum hluta fært af hrossaræktendum sjálfum í skýrsluhaldsforritinu WorldFeng.
Pantið ráðgjöf í síma 516 5000  eða netfang rml@rml.is.