Nautgriparækt fréttir

Nýr bæklingur um framleiðslu og meðhöndlun nautakjöts

Íslenskt gæðanaut hefur látið vinna bækling um framleiðslu og meðhöndlun á íslensku nautakjöti og er hann nú aðgengilegur naut.is. Fyrirmynd bæklingsins er meðal annars sótt í bæklinginn „Frá fjalli að gæðamatvöru“ sem unninn var á vegum MATÍS og Landssamtaka sauðfjárbænda.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 499 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 121 bús þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.798,2 árskúa á búunum 499 reyndist 6.362 kg eða 6.478 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Fundum um nautgriparæktun frestað

Í ljósi hertra aðgerða vegna COVID faraldursins hafa RML og kúabændadeild BÍ ákveðið að fresta fundum um nautgriparæktun sem vera áttu á morgun, þriðjudaginn 9. nóvember í Ljósheimum, Skagafirði og á Stóra Ármóti, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi.  Nýjar fundardagsetningar verða auglýstar síðar.
Lesa meira

Umræðufundir fyrir nautakjötsframleiðendur

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands bjóða nautakjötsframleiðendum til umræðufunda. Fulltrúar RML kynna efni úr bæklingnum „Holdagriparækt“ sem birtur var á heimasíðu RML s.l. vor. Höskuldur Sæmundsson af markaðssviði BÍ kynnir efni úr nýja bæklingnum „Íslensk gæðanaut – framleiðsla og meðhöndlun“ sem gerður var í tengslum við Íslenskt gæðanaut.
Lesa meira

DNA-sýnataka úr öllum kvígum um næstu áramót

Fyrirhugað er að hefja DNA-sýnatöku úr öllum kvígum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt um næstu áramót. Fyrirkomulagið verður þannig að sýnataka verður í höndum bænda sjálfra þannig að hún fer fram um leið og merki eru sett í kvígurnar. Unnið er að því að hægt verði að panta merki með sýnaglösum.
Lesa meira

Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2021-22 mun koma úr prentun nú í vikunni og verður því væntanlega dreift til kúabænda í næstu viku. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll reynd naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur um nýtt kynbótamat fyrir frjósemi, grein um kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum eftir Auði Ingimundardóttur, grein um sæðingar holdakúa eftir Ditte Clausen auk þess sem Egill Guatson veltir fyrir sér verndargildi íslenska kúastofnsins.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum september, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru um miðjan dag þann 11. október. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 486 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.971,0 árskýr á búunum 486 var 6.380 kg eða 6.315 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 49,3.
Lesa meira

Nýtt reynt naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu vikur. Ákveðið var að halda nautahópnum sem næst óbreyttum en bæta Herki 16069 frá Espihóli í Eyjafirði í hóp reyndra nauta. Hann er undan Gusti 09003 og móðurfaðir er Baldi 06010. Þá var ákveðið að taka Bjarka 15011 og Sjúss 15048 úr dreifingu en notkun á þeim er orðin lítil. Nautsfeður verða áfram þeir sömu og síðustu vikur utan það að Jónki 16036 bætist í þann hóp eftir umtalsverða hækkun í mati.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 500 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.598,7 árskúa á búunum 500 var 6.363 kg eða 6.473 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni kúabænda

Um er að ræða framhald á verkefni sem fór af stað sumarið 2020. Þá tóku 90 kúabú þátt sem lögðu inn rekstrargögn frá árunum 2017-2019. Framleiðsla þessara búa svaraði til 20-21% af heildarframleiðslu mjólkur á landvísu á því tímabili. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu.
Lesa meira