Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuðina, nú við lok mars þegar sólin hefur hækkað verulega á lofti, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 450 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.407,0 árskúa á búunum 450 var 6.470 kg. eða 6.522 kg. OLM
Lesa meira

Minnum á fagfund nautgriparæktarinnar 11. apríl

Fagfundur nautgriparæktarinnar verður fimmtudaginn 11. apríl 2024 á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Allir velkomnir! Fundinum verður einnig streymt. Smelltu á fyrirsögnina til að sjá dagskrána og hlekk á streymið.
Lesa meira

Fagfundur nautgriparæktarinnar 11. apríl 2024 á Hvanneyri

Nú styttist í öflugan viðburð á sviði nautgriparæktarinnar. Fagfundur nautgriparæktarinnar 2024 verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl í Ásgarði (Ársal) í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefst klukkan 13.00. Fundurinn er haldinn af Fagráði í nautgriparækt í samstarfi við BÍ, RML, Lbhí og NBÍ. Á fundinum verður meðal annars farið yfir rannsóknir á sviði nautgripræktarinnar, innleiðingu á kyngreindu sæði, kynbótastarfið í víðu samhengi og breytingar á námskrá í búvísindum. Fundurinn er opinn öllum og við hlökkum til þess að sjá ykkur sem flest.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar eftir nýliðinn febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar á síðustu 12 mánuðum, nú eftir lok febrúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 11. mars. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 437 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.732,6 árskúa á búunum 437 reiknaðist 6.480 kg. eða 6.395 kg. OLM
Lesa meira

Óberon 17046 besta nautið fætt 2017

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2017 og viðurkenningu Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands sem slíkt. Ræktendur Óberons eru Guðrún Helga Þórisdóttir og Jón Vilmundarson og veitti Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, þeim viðurkenninguna á Búgreinaþingi 12. febrúar sl. Óberon 17046 var fæddur 14. október 2017, undan Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl, en móðir hans var Mósaik 1036 frá Skeiðháholti 1 undan Skalla 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2024 er komin úr prentun og verður dreift til kúabænda í kjölfarið. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, um breytingar á kynbótamati fyrir efnainnihald mjólkur, um kynbóatmat fyrir lifun kálfa og gang burðar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur og Guðmund Jóhannesson hjá RML og um loftslagsáhrif og fóðurnýtingu kúa eftir þá Jón Hjalta Eiríksson og Jóhannes Kristjánsson hjá LbhÍ. Þá er einnig að finna í skránni grein um erfðastuðla júgur- og spenaeiginleika íslenska kúastofnsins eftir Önnu Guðrúnu Þórðardóttur hjá LbhÍ ásamt fleira efni.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú þegar janúar er nýliðinn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 12. febrúar. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 446 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.986,4 árskúa á búunum 446 reiknaðist 6.482 kg. eða 6.485 kg. OLM
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2023

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2023 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar, www.rml.is. Hér í fyrri hluta þessarar fréttar verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni 2023 hafa einnig verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Síðari hluti greinarinnar er helgaður því uppgjöri.
Lesa meira

Ný naut í ársbyrjun 2024

Í næstu viku koma til notkunar 5 ný naut og til tíðinda verður að teljast að hér er um að ræða fyrstu nautin sem valin voru á stöð á grunni arfgreiningar og erfðamats. Hér er því verið að stíga enn eitt skrefið í innleiðingu erfðamengisúrvalsins. Þessi naut eru; Flammi 22020 frá Króki í Biskupstungum undan Bikar 16008 og 573 Kláusardóttur 14031, Strókur 22023 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Herki 16069 og Brynju 884 Kláusardóttur 14031, Drungi 22024 frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð undan Mikka 15043 og 1065 Úranusdóttur 10081, Krummi 22025 frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð undan Bússa 19066 og 1169 Piparsdóttur 12007 og Þrymur 22027 frá Stóra-Ármóti í Flóa undan Tanna 15065 og Tröllu 1543 Búkkadóttur 17031. Hér er um að ræða geysiöflug naut sem standa í 112 og 113 í heildareinkunn.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn nóvember

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að nýliðnum nóvember, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis þann 11. desember. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 455 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.315,8 árskúa á búunum 455 reiknaðist 6.443 kg. eða 6.477 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á því 12 mánaða tímabili sem uppgjörið nær yfir. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 53,4.
Lesa meira