Sauðfjárrækt fréttir

Galli, Viddi og Brúnastaðir – verðlaunaveitingar á fagfundi

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar þann 13. apríl sl. fór fram verðlaunaafhending fyrir besta sauðfjárræktarbúið og bestu hrúta sæðingastöðvanna. Besti lambafaðir sæðingastöðvanna haustið 2022 var valinn Galli 20-875 frá Hesti. Besti alhliða kynbótahrútur stöðvanna, sem á orðið dætur tilkomnar úr sæðingum með tveggja ára reynslu, var valinn Viddi 16-820 frá Gufudal-Fremri.
Lesa meira

Notendur Fjárvís og Heiðrúnar athugið

Vegna uppfærslu á Fjárvís og Heiðrúnu munu kerfin liggja niðri frá kl 9-12 á morgun þriðjudaginn 18. apríl. Áætlað er að skýrsluhaldskerfin verði aftur komin í fulla virkni eftir hádegi á morgun. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti haft í för með sér.
Lesa meira

Fagfundur sauðjárræktarinnar 13. apríl – tengill á útsendingu

Fagfundur sauðfjárræktarinnar verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudaginn 13. apríl og hefst kl. 10. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta fylgst með erindum í genum beint streymi.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 13. apríl á Hvanneyri

Hin árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í salnum Ásgarði, fimmtudaginn 13. apríl. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 16:00. Að vanda verða ýmis spennandi erindi á dagskránni. Tilgangur fundarins er m.a. að ræða strauma og stefnur í sauðfjárræktinni og koma á framfæri nýrri þekkingu. Fundinum verður streymt.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar lamba vorið 2023

Á komandi vori eru bændur hvattir til þess að taka sýni úr lömbum sem geta borið áhugaverðar arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Mikilvægt er að fylgja eftir notkun á hrútum með verndandi eða hugsanlega verndandi arfgerðir. Sérstök áhersla er á að greina sem allra flest þeirra lamba sem gætu borið ARR eða T137. Því mun þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar styrkja sérstaklega greiningar á þeim lömbum.
Lesa meira

Prentun á vorbókum 2023

Ágætu skýrsluhaldarar í sauðfjárrækt.  Eins og fram hefur komið stendur til að taka vor- og haustbækur í allsherjar yfirhalningu með það að markmiði að birta ýmsar nýjar upplýsingar sem eru nú til staðar um gripina en koma ekki fram í bókunum og koma til móts við hugmyndir um frekari gagnasöfnun, til dæmis til að leggja mat á fleiri eiginleika í sauðfjárrækt. 
Lesa meira

Kynbótamat fyrir lífþunga, fallþunga, ómvöðva og ómfitu birt í Fjárvís

Nú er farin í loftið stór breyting á framsetningu kynbótamats í Fjárvís. Ásamt hinum hefðbundnu eiginleikum - gerð, fitu, frjósemi og mjólkurlagni - birtast nú einnig sex nýjar kynbótamatseinkunnir: Ómvöðvi, ómfita, fallþungi bein áhrif, fallþungi mæðraáhrif, lífþungi bein áhrif og lífþungi mæðraáhrif.
Lesa meira

Minnum á notendakönnun Fjárvís

Við minnum notendur Fjárvís á að taka þátt í notendakönnun Fjárvís. Könnunin er unnin í samvinnu við fagráð í sauðfjárrækt og með henni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja sjá varðandi áframhaldandi þróun á því.
Lesa meira

Notendur Fjárvís athugið

Könnun fyrir notendur Fjárvís er nú aðgengileg inn á Fjárvís.is Könnunin er unnin í samvinnu við fagráð í sauðfjárrækt og með henni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja sjá varðandi áframhaldandi þróun á því. Könnunin er aðgengileg öllum bændum sem eru með virkan aðgang að Fjárvís.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið!

Uppfærslu vorbókarinnar í Fjárvískerfinu er ekki að fullu lokið og því verður enn einhver bið á því að vorbækur verði prentaðar og sendar bændum. Hins vegar mun því verða lokið tímanlega fyrir sauðburð. Ef þið teljið ykkur ekki hafa tíma til að bíða og viljið fá vorbók fljótt, þá er hægt að hafa samband við Sigurð Kristjánsson í tölvupósti á netfangið sk@rml.is eða í síma 516 5043 og panta vorbók.
Lesa meira