Alþjóðlegu kynbótadómaranámskeiði FEIF lokið

Annað hvert ár er haldið alþjóðlegt kynbótadómaranámsskeið á vegum FEIF á Íslandi og að þessu sinni var það haldið í Kríunesi í Kópavogi, 8. til 10. mars. Fyrirlesarar voru Þorvaldur Kristjánsson og Heimir Gunnarsson. Verkleg æfing var haldin á laugardeginum og lánaði Helgi Jón Harðarson hesthúsið sitt í það og Eyjólfur Þorsteinsson útvegaði hross í verkefnið. Þökkum við þeim Helga Jóni og Eyjólfi kærlega fyrir aðstoðina.

Erlendis hefjast kynbótasýningar í byrjun apríl en hér á landi verður fyrsta sýningin á Rangárbökkum í lok maí. Búast má við spennandi vori enda landsmót fram undan.

/okg