Fagfundur nautgriparæktarinnar 11. apríl 2024 á Hvanneyri

Nú styttist í öflugan viðburð á sviði nautgriparæktarinnar. Fagfundur nautgriparæktarinnar 2024 verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl í Ásgarði (Ársal) í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefst klukkan 13.00. Fundurinn er haldinn af Fagráði í nautgriparækt í samstarfi við BÍ, RML, Lbhí og NBÍ. Á fundinum verður meðal annars farið yfir rannsóknir á sviði nautgripræktarinnar, innleiðingu á kyngreindu sæði, kynbótastarfið í víðu samhengi og breytingar á námskrá í búvísindum. Fundurinn er opinn öllum og við hlökkum til þess að sjá ykkur sem flest.

Einnig verður hægt að fylgjast með beinu streymi í gegnum YouTube. 

Fagfundur nautgriparæktarinnar 2024 - streymi