Hæst stiguðu lambhrútar og hæstu búsmeðaltöl fyrir bakvöðvaþykkt gimbra 2013

Lambhrútar

Í ár voru skoðaðir rúmlega 15 þúsund lambhrútar á öllu landinu samkvæmt skráðum dómum í Fjárvís.is. Í töflu 1 er samanburður á meðaltölum milli áranna 2013 og 2012. Líkt og þar kemur fram voru lömbin léttari og holdminni í ár en samt ber að hafa í huga að árið 2012 var metár í vænleika.

Tafla 1. Landsmeðaltöl dæmdra lambhrúta árin 2013 og 2012.

 

Fjöldi

Kg

Fótl.

Ómvöðvi

Ómfita

Lag

H+h.

Læri

Hrútlömb 2013

15.115

47

109

28,8

2,9

4,0

8,2

17,4

Hrútlömb 2012

14.527

48

109

29,2

3,1

4,1

8,2

17,5


Hér að neðan má finna slóð að lista yfir hæst stiguðu lambhrúta landsins. Annars vegar er þar að finna 5 efstu hrúta í hverri sýslu og hins vegar lista yfir alla hrúta sem fengu 86 stig eða meira. Hrútunum er raðað eftir stigum alls, samanlögðum stigum fyrir frampart, bak, malir og læri, síðan eftir bakvöðvaþykkt, síðan fituþykkt og þá eftir lögun bakvöðva ef enn þarf að greina milli hrúta með jafnmörg stig. Sé öllum lambhrútum landsins raðað eftir þessari forskrift stendur efstur hrútur úr Austur-Skaftafellssýslu frá Fornustekkum, sonur Baugs 10-889 frá Efstu-Grund. Hann hlaut 89,5 stig. Með jafnmörg stig en raðast í annað sætið á landsvísu er hrútur frá Hemlu 2 í Rangárvallasýslu, undan Ás 09-877 frá Skriðu. Þriðji í röðinni yfir landið er síðan hrútur frá Laxárdal 3 í Strandasýslu, undan Dal 09-861 frá Hjarðarfelli. Þykkasti bakvöðinn sem mældist í hrútlambi í haust var í lambi nr. 92 frá Fjósatungu í S-Þingeyjarsýslu, en þar mældist sonur Bassa 09-878 með 43 mm þykkan bakvöðva. 

Fimm efstu lambhrútar í hverri sýslu 
Lambhrútar með 86 stig eða hærra 

Gimbrar
Gimbraskoðun var umfangsmikil að vanda. Skráðir hafa verið dómar á ríflega 70 þúsund gimbrum, en eitthvað gæti átt eftir að bætast við af dómum inn í Fjárvís.is. Í töflu tvö eru birt meðaltöl fyrir gimbrarnar. Líkt og þar kemur fram þá mælist meðalgimbrin í ár með nánast sömu bakvöðvaþykkt og stigast eins fyrir frampart og læri og hún gerði haustið 2012 en fitan er minni og gimbrarnar um kílói léttari.

Tafla 2. Landsmeðaltöl fyrir dæmdar gimbrar árin 2013 og 2012.

 

Fjöldi

Kg

Ómvöðvi

Ómfita

Lag

Framp.

Læri

Gimbrar 2013

70.509

40

27,4

2,9

3,9

8,3

17,2

Gimbrar 2012

72.750

41

27,5

3,1

3,9

8,3

17,2

 

 

Á 517 búum á landinu voru skoðaðar 50 gimbrar eða fleiri. Víða er að finna ótrúlega öfluga gimbrahópa og allvíða er meðalbakvöðvaþykkt yfir 30 mm. Hér að neðan er slóð að lista yfir þau bú innan hverrar sýslu þar sem meðalbakvöðinn var þykkastur. Fyrir Vesturland, Vestfirði og Húnavatnssýslur er birtur listi yfir bú þar sem mælist 26 mm þykkur bakvöðvi að meðaltali en í öðrum landshlutum er miðað við 28 mm. Lægri lágmörkin eru notuð í þeim héruðum þar sem fyrst og fremst eru notaðar svokallaðar skoskar ómsjár. Við röðun á þennan lista var fyrst raðað eftir bakvöðvaþykkt, síðan fituþykkt, þá lögun bakvöðva, þá lærum og síðan framparti.

Hæstu búsmeðaltöl fyrir bakvöðvaþykkt gimbra þar sem skoðaðar voru 50 eða fleiri 

Þær töflur sem vísað er í hér að ofan eru aðgengilegar hér á heimasíðunni undir: sauðfjárrækt -> Skýrsluhald -> Niðurstöður skýrsluhaldsins.

Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá hæst stigaða lambhrút landsins 2013, nr. 492 frá Fornustekkum 1, Hornafirði. Hann raðast efstur af þeim þremur hrútum yfir landið sem hlutu 89,5 stig.

ee/okg