Heimsókn með ráðunautum í kornakra

Dagana 20.-23. júní nk. verður Benny Jensen kartöflu- og kornræktarráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi. 

Mun hann heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á ákveðnum stöðum. 
Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni.
Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny. Í för með honum verða ráðunautar frá RML.

Dagskrá heimsóknanna er eftirfarandi:
Þverá, Eyjafirði, mánudaginn 20. júní um kl. 13:50. Byrjað í akri norðan við Moltugerð;
Belgsholt, Melasveit, þriðjudaginn 21. júní kl. 13:00;
Birtingaholt, Hrunamannahreppi, miðvikudaginn 22. júní kl. 10:00;
Stóra-Ármót, Flóahreppi, miðvikudaginn 22. júní kl. 14:00;
Gunnarsholt, Rangárvöllum, fimmtudaginn 23. júní kl. 13:00.

Nánari upplýsingar um staðsetningar á hverjum stað koma inn síðar.

Umsjón með verkefninu af hálfu RML hefur Eiríkur Loftsson og hafa má samband við hann í gegnum
netfangið el@rml.is og í síma 5165012.

hh/el