Kynbótamat sæðishrúta 2014

Robbi 11-900
Robbi 11-900

Kynbótamat sæðishrúta sem voru í notkun veturinn 2013-2014 hefur verið sett hér á heimasíðuna ásamt stuttri umfjöllun um kynbótamat hvers og eins hrúts.

Snemma í vor var auglýst sérstaklega eftir því að bændur tilkynntu um vansköpuð sæðislömb og helst fylgdi mynd með. Nokkrar tilkynningar bárust og nær allar vegna tilviljanakenndrar vansköpunar sem alltaf getur átt sér stað og voru feður þeirra lamba sem þannig komu til nokkrir. Flestar myndirnar sem voru sendar voru af lömbum með trönukjaft. Ein tilkynning kom þó um lamb með bógkreppu, undan hrútnum Robba 11-900 en í móðurætt lambsins var þekktur arfberi. Hvaðan genið kemur í móðurætt er nokkuð óljóst enda bógkreppa lítið þekkt í kollótta fénu á Íslandi, líklega finnst genið einhvers staðar í framættum Robba móðurmegin. Jafnframt er ekki hægt að útiloka að um stökkbreytingu hafi verið að ræða. Bændur eru hér með upplýstir um þetta og geta gert viðeigandi ráðstafanir í haust við val ásetningslamba. Robbi slasaðist fyrr í sumar og var í kjölfarið felldur.

Umfjöllun um kynbótamat sæðishrúta 2014 

/eib