Ný óreynd naut úr 2015 árgangi í dreifingu

Hrókur 15023
Hrókur 15023

Nú eru komnar upplýsingar um ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Hrókur 15023 frá Stóru-Hildisey 2 í Landeyjum undan Sandi 07014 og Auðlind 694 Bambadóttur 08049, Svampur 15027 frá Bakka á Kjalarnesi undan Bamba 08049 og Kommu 379 SKurðsdóttur 02012, Hróar 15028 frá Hallfreðarstöðum 2 í Hróarstungu undan Flekk 08029 og Elvu Dögg 641 Stássadóttur 04024 og Ábóti 15029 frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi undan Bamba 08049 og Abbadís 469 Þollsdóttur 99008. Hrókur og Hróar eru fyrstu synir Sand 07014 og Flekks 08029 sem koma til dreifingar.

Dreifng úr þessum nautum er nýhafin á einstaka svæðum en á öðrum svæðum bíða þeir næstu áfyllingar hjá frjótæknum. Að venju eru gefin út spjöld með sambærilegum upplýsingum. Þau fara til dreifingar innan tíðar og ættu að berast bændum á allra næstu dögum. Einnig eru þessi spjöld birt á nautaskra.net sem pdf-skjöl til skoðunar og útprentunar ef menn kjósa svo.

/gj