Rafrænir reikningar

Nú eru haustbækur í sauðfjárrækt á leið til bænda. Prentun kostar kr. 2.000 án vsk.

Að þessu sinni mun RML ekki senda reikning fyrir bókunum í hefðbundnum pósti nema bændur óski þess sérstaklega.

Reikningar verða sendir í tölvupósti til þeirra sem við höfum netfang hjá og munu einnig birtast í heimabanka greiðanda og undir rafræn skjöl í heimabankanum og þar er hægt að prenta reikninginn út.

Með þessu sparast umtalsvert í sendingarkostnaði auk þess sem þessi leið er umhverfisvæn.

Innheimta vegna lambadóma haustið 2016 verður einnig með þessum hætti. Í fyrrahaust var þessi leið farin og gafst vel varðandi reikninga fyrir lambadóma.

Ef þú óskar eftir að fá reikning sendan í hefðbundnum bréfpósti þá sendu tölvupóst á netfangið rml@rml.is eða látið vita á skiptiborð RML í síma 5165000.

/hh