Þátttaka í lambaskoðunum - Flest lömb skoðuð í Strandasýslu

Í haust voru skoðuð 83.771 lamb. Þar af voru fullstigaðir 15.022 hrútar og 68.112 gimbrar voru mældar. Þetta er svipaður fjöldi hrútlamba og í fyrra en gimbrarnar eru aðeins færri, en þær voru 71.832 þá. Hér er miðað við skráð dóma í Fjárvís.is. Tafla 1 sýnir þróun í skoðun hrútlamba frá árinu 2010.

Tafla 1. Meðaltöl og fjöldi stigaðra hrútlamba frá árinu 2010.

Ef horft er á hlutfall skoðaðra lamba af fæddum lömbum í hverri sýslu, þá er hlutfallið hæst í Strandasýslu eða 23,3% og þar er einnig mesti fjöldi lamba skoðaður (7.777 lömb). Hlutfallið er næsthæst í Barðastrandarsýslum, 16,9%. Í þremur sýslum nær þetta hlutfall hins vegar ekki 10% en það er í N-Múlasýslu (5,7%), V-Skaftafellssýslu (6,8%) og S-Múlasýslu (8,1%). Nokkuð sterkt samhengi virðist vera milli holdfyllingarflokkunar lamba og þátttöku í skoðunum. Haustið 2013 var gerðareinkunn sláturlamba að jafnaði hæst í Strandasýslu (9,05) en lægst í N-Múlasýslu (7,98) og V-Skaftafellssýslu (8,27).

Í heildina voru skráð fædd 671.634 lömb síðastliðið vor í skýrsluhaldskerfið Fjárvís.is og af þeim voru skoðuð 12,5%. Í Skagafirði eru flest lömb fædd eða 60.276 og næstflest í N-Múlasýslu, 58.054.

Fjöldi fæddra lamba, skoðaðra og hlutfallsleg þátttaka er sýnd á myndum 1 og 2 og töflu 2.

1. Mynd. Hlutfallsleg þátttaka í lambaskoðunum eftir héruðum. Fjöldi skoðaðra lamba, hrúta og gimbra, sýndur sem hlutfall af fæddum lömbum.

1. Mynd. Fjöldi skoðaðra lamba eftir sýslum.

Tafla 2. Yfirlit yfir fjölda fæddra lamba, skoðaðra lamba og hlutfall skoðaðra lamba alls af fjölda fæddra lamba árið 2014.

ee/okg