Nýjungar í heimarétt WorldFengs

Þátttaka í skýrsluhaldi er algjört lykilatriði fyrir kynbótastarfið í hrossarækt. Í gegnum árin hefur verið reynt að auðvelda ræktendum og hesteigendum að sinna því sem best. Árið 1991 var tekið upp tölvukerfi í hrossarækt sem fékk nafnið Fengur og var bylting á þeim tíma. Tíu árum síðar tók WorldFengur (WF) við og hefur verið í sífelldri þróun síðan. Vorið 2009 var svokölluð „Heimarétt“ opnuð í WF en hún gerir áskrifendum kleyft að skila skýrslum á rafrænan hátt, ganga frá eigendaskiptum o.fl.

Helstu nýjunar eru þessar:

  1. Árleg skýrsluhaldsskil.
  2. Hryssueigandi getur skráð inn fyljun á hryssum í sinni eigu. Þær upplýsingar flytjast yfir á viðkomandi stóðhest og eigandi hans þarf síðan að samþykkja skráninguna svo hægt sé að skrá folaldið að ári.
  3. Skráning á umsjónarmanni. Mikilvægt er að hross í eigu barna yngri en 18 ára hafi skráðan umsjónarmann sem og hross í eigu fyrirtækja og útlendinga.

Það er von okkar að þessum breytingum verði vel tekið.

Sjá nánar:

Nýjungar í heimarétt 

hes/okg