Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

RML hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í excel þar sem unnt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa sinna. Búið er að bæta inn útgáfu 3 sem er endurbætt frá útgáfu 2 og býður upp á að verðbólguálag sé sett á opinberar greiðslur.

Reiknivél fyrir bændur vegna búvörusamninga 2016 - útg. 3

Innsláttarreitir eru litamerktir og geta bændur fært inn greiðslumark, búfjárfjölda og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Neðar í skjalinu birtast niðurstöður þess bús sem slegið er inn hverju sinni. Vilji menn skoða annað hvort nautgriparækt eða sauðfjárrækt skal setja 0 í innsláttarreiti hinnar búgreinarinnar.

Reiknivél fyrir bændur vegna búvörusamninga 2016 - útg. 2

Helstu breytingar í útgáfu 2
Rammagreiðslur eru komnar með búgreinatekjum, skipt eftir bústofni í hlutfallinu 1 ha á 10 kindur og 1,4 ha á kú. Útreikningarnir eru eins og áður, en búið að laga summur svo þær séu ekki tvítaldar.

Vatnshallinn er líka komin efst og meira áberandi, einnig samanburður við 2016

Álagsgreiðslum sauðfjár er skipt á 5 ára meðaltal framleiðslu í stað magns 2014 og hægt að skipta um upphafsgildi

Bætt er við innslætti fyrir ærkjöt

Beingreiðslur mjólkur 2016 er ein tala

Upphafsgildi mjólkurframleiðslunnar fyrir 2016 er 150 millj. í stað 146 millj. og hægt að breyta því.

Hlutfall ungnautakjöts sem fær álagsgreiðslur er 2/3 en hægt að breyta hlutfallinu, hugsað fyrir framleiðendur holdagripa sem hafa hærra hlutfall gæðakjöts.

Reiknivél fyrir bændur vegna búvörusamninga 2016 - útg. 1

Nánari upplýsingar á jle@rml.is.

/jle