Fréttir

Áreiðanleiki arfgerðagreininga

Frá því að leitin að verndandi arfgerðum og átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum hófst árið 2022 hafa verið lesnar inn í Fjárvís arfgerðargreiningar fyrir tæplega 125 þúsund gripi frá 4 greiningaraðilum. Fyrir voru í Fjárvís niðurstöður eldri greininga fyrir tæplega 8 þúsund gripi. Út frá þessum gögnum hefur Fjárvís síðan sett saman arfgerðir fyrir eitt eða fleiri sæti hjá vel yfir 200 þúsund gripum í gagnagrunninum. Allt í allt eru því nú tæplega 370 þúsund gripir í gagnagrunni Fjárvís með upplýsingar um arfgerðir í einu eða fleiri sætum sem geta sagt til um mótstöðu gagnvart riðu.
Lesa meira

Breytingar á Fjárvís

Í gærmorgun var keyrð uppfærsla á Fjárvís en undanfarið hefur staðið yfir vinna við hinar ýmsu breytingar sem nú koma inn. Þar ber helst að nefna: Viðbótarflögg: Nú fá afkvæmi foreldra sem eru arfblendin um verndandi og/ mögulega verndandi arfgerð röndótt flögg, þar sem ekki er hægt að spá fyrir með 100% vissu hver arfgerð þeirra er, nema með arfgerðargreiningu. Afkvæmi hrúts sem er arfblendinn ARR og T137 fær þannig fána sem er dökkgræn/ljósgrænröndóttu sem gefur til kynna að hann ber örugglega annað hvort verndandi eða mögulega verndandi arfgerð.
Lesa meira

Gimsteinn - Nýr ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt vegna innleiðingar á verndandi arfgerðum

Mörkuð hefur verið sameiginleg stefna bænda og stjórnvalda í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Lykillinn að markmiðinu um riðulaust Ísland er að allir sauðfárbændur landsins taki virkan þátt. Vegna þessa gríðarstóra verkefnis sem bíður íslenskra sauðfjárbænda á landinu öllu og er þegar hafið, hefur verið ákveðið að bjóða upp á nýjan ráðgjafarpakka er snýr að kynbótum og ræktun gegn riðu í sauðfjárrækt. Pakkinn ber heitið Gimsteinn og miðar ráðgjöfin að því að setja upp áætlun fyrir sauðfjárbú um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða. Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum bóndans og verður í boði frá 15. október.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að enduðum ágúst, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis hinn 12. september. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.461,2 árskúa á búunum 442 var 6.541 kg. eða 6.535 kg. OLM.
Lesa meira

Hey- og jarðvegssýnataka 2024

Öfgarnar í veðrinu ættu að ekki að hafa farið fram hjá neinum í sumar, en þær hafa valdið áskorunum í gróffóðuröfluninni. Þurrkar voru til vandræða á Austurlandi framan af sumri á meðan var mikil vætutíð á Suður- og Vesturlandi, því voru þar ekki margir gluggar til að ná fyrri slætti í góðum þurrki. Töluvert kaltjón var á túnum á Norður- og Austurlandi og því stærri hluti heyforða nýræktir og/eða grænfóður til að ná viðunandi uppskeru. Allt þetta hefur áhrif á gæði og eðli gróffóðursins sem getur valdið miklum breytileika milli ára.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur er 1. október

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 1. október. Þeir sem þurfa aðstoð við skráningar eða túnkortagerð þurfa að hafa samband við RML sem fyrst svo hægt verði að tryggja skil á réttum tíma. Þegar búið er að skrá ræktun, uppskeru og áburðargjafir þessa árs er farið í „Skýrslur“ í Jörð.is og þar valið „Skrá skýrslu“. Ef upp koma athugasemdir þarf að skoða hvort að gleymst hefur að skrá eitthvað. Ef upp koma rauðar athugasemdir verður að lagfæra þær áður en hægt er að skila skýrslu í Jörð. Mikilvægt er að fara neðst á síðuna þegar búið er að velja „skrá skýrslu“ og þar verður að velja „Vista skýrslu í Jörð og senda hana til ráðuneytis“.
Lesa meira

Kynbótamat hrossa haustið 2024

Nú er öllum kynbótasýningum ársins lokið, var því nýtt kynbótamat reiknað í gær og er búið að birta það í WorldFeng. Alls voru felldir 2.302 dómar í ár í níu löndum. Kynbótamatið byggir því nú á rúmlega 38.000 fullnaðardómum og styrkist grunnur matsins árlega með nýjum upplýsingum. Valparanaforritið verður einnig uppfært í vikunni. Það er afar magnað verkfæri sem ræktendur hafa til að hjálpa sér að velja stóðhesta á sínar hryssur.
Lesa meira

Vantar þig aðstoð við hönnunarráðgjöf tengda fjárfestingastuðningi í nautgripa- eða sauðfjárrækt?

Minnt er á að huga snemma að aðstoð með hönnunarráðgjöf og aðbúnaðarteikningar varðandi endurbyggingu/breytingum eða nýbyggingum tengda fjárfestingastuðningi. Til að tryggja að nægur tími verði til að sinna öllum þeim sem óska eftir aðstoð RML, er ráðlagt að hafa samband í tíma. Ýtarlega var farið yfir ferli aðstoðar í fréttatilkynningu frá því í ágúst 2023 og má finna í tengil hér neðar.
Lesa meira

Erfðagallar og grunsamlegir stöðvahrútar

Nokkrar ábendingar bárust um lömb í vor undan stöðvahrútum sem voru eitthvað óeðlileg í framfótum og vangaveltur um hvort hér væri bógkreppa á ferðinni. Ekkert kom þó fram sem telja má nægilega afgerandi sönnun, þannig að tilefni sé til að kasta grun á ákveðna hrúta. Gagnvart stöðvahrútunum var ekki að ræða um fleiri en eina tilkynningu tengda hverjum hrút, einkennin yfirleitt væg, ekki þekktar bógkreppuættir á móti og enginn af þessum hrútum lá þegar undir grun. Allar viðbótarupplýsingar geta því skipt máli.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Guðrún Eik Skúladóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á Búfjárræktar- og þjónustu sviði. Guðrún Eik er í 100% starfi. Aðalstarfsstöð hennar er á Sauðárkróki.
Lesa meira