Umhverfis- og loftslagmál fréttir

RML leiðir norrænt samstarfsverkefni

Verkefnið „Samstarf í landbúnaði - Bændur gæslumenn lands“ hefur hlotið styrk frá Norræna Atlantssamstarfinu, NORA. Um er að ræða samstafsverkefni Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Markmiðið með verkefninu er að hvetja bændur til þátttöku í náttúruvernd og umhverfisverkefnum, auk þess að greina hvernig landbúnaður og fyrrgreint verkefni geta stutt við hvort annað.
Lesa meira

Umsóknarfrestur fyrir nautgripabændur í Loftslagsvænan landbúnað er til 20. júní

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir fimmtán þátttökubúum í nautgriparækt, til allt að fimm ára, sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður hlýtur hvatningarviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fékk hvatningarviðurkenningu ársins 2021 á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem haldinn var í Hörpu í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Líf Magneudóttir formaður dómnefndar afhentu viðurkenninguna.
Lesa meira

Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Samningur var undirritaður fyrr í mánuðinum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindráðuneytið um að stækka verkefnið og bjóða fimmtán búum í nautgriparækt að hefja þátttöku í haust.
Lesa meira

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður stækkar

Fyrir skemmstu var nýr hópur sauðfjárbænda tekinn inn sem þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er að hefja sitt annað ár, en fyrstu þátttökubændurnir byrjuðu árið 2020. Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin sín þar sem dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding aukin. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og hafa nú 15 ný þátttökubú bæst í hópinn við þá 13 sem hófu þátttöku í fyrra.
Lesa meira

Vegna umræðna um „Plast í íslenskum landbúnaði – leiðir og kostnaður við að draga úr notkun heyrúlluplasts“

Nýlega útgefin skýrsla RML um plast í íslenskum landbúnaði hefur vakið miklar og gagnlegar umræður. Umræður um loftslags- og umhverfismál eru þörf, og þökkum við fyrir alla þá athygli sem þessi vinna hefur fengið. Það hafa vaknað nokkrar spurningar hjá áhugasömum um þessi mál og val á forsendum í reiknilíkani sem kynnt er í skýrslunni.
Lesa meira

Síðustu fyrirlestrarnir í netfyrirlestraröð LOGN verkefnisins og upptökur á netinu

Nú líður að lokum þessarar lotu í netfyrirlestrum á vegum LOGN. Verkefnið hefur gengið mjög vel og hafa margir nýtt sér þann möguleika að tengjast fyrirlestrum í rauntíma og taka þátt í umræðunni. Við viljum benda þeim á sem ekki hafa náð að fylgjast með að fyrirlestrarnir hafa verið teknir upp og er hluti af upptökum þegar komnir í birtingu.
Lesa meira

LOGN netfyrirlestrar 20. – 24. apríl

Í næstu viku höldum við netfyrirlestraröð LOGN áfram. Þá verða fluttir þrír spennandi fyrirlestrar um náttúru svæðisins sem nær yfir Mýrar í Borgarbyggð og sunnanvert Snæfellsnes. Fjallað verður um efni sem nær yfir náttúruvernd og gildi náttúruverndar, aðferðir við friðlýsingar, gróður og vistgerðir og fugla- og dýralíf.
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira