Skýrsla um afkomu sauðfjárbúa 2021-2023
11.04.2025
|
Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun sauðfjárbúa fyrir árin 2021-2023. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 198 sauðfjárbúa af landinu öllu. Innlagt dilkakjöt þátttökubúanna var 28,7% af heildarframleiðslu dilkakjöts árið 2023. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni. Árið 2023 reiknast rekstrarniðurstaða þátttökubúa nokkurn veginn á núlli sem er í fyrsta skipti á verkefnistímanum sem spannar 6 ár.
Lesa meira