Fréttir

Rekstur mjólkur- og nautakjötsframleiðenda 2021-2024 - helstu niðurstöður

RML hefur tekið saman helstu niðurstöður úr rekstrarverkefnum hjá mjólkur- og nautakjötsframleiðendum en þessi verkefni byggja fyrst og fremst á þátttöku bænda og góðu samstarfi við þá. Breytileiki í afkomu búanna er mikill og ræður þar talsvert miklu afurðasemi búanna, fjármagnskostnaður, nýting á landi og aðkeyptum aðföngum.
Lesa meira

Styrkir til markvissari og loftslagsvænni áburðarnotkunar

Umhverfis,-  orku-  og loftslagsráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið hafa ákveðið að ráðstafa 80 milljónum í loftslags- og orkusjóð til fjárfestinga í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði. Ráðunautar RML veita ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna.
Lesa meira

Nú er tími haustskýrslna!

Síðasti skiladagur haustskýrslna er fimmtudaginn 20. nóvember. Á heimasíðu RML (www.rml.is) má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir búfjáreigendur sem vilja skila skýrslum sjálfir.
Lesa meira

Starfsdagar RML 5.-7. nóvember 2025

Sameiginlegur vinnufundur starfsfólks RML stendur yfir dagana 5.-7. nóvember. Á vinnufundinum kemur starfsfólk fyrirtækisins saman og vinnur að ýmsum verkefnum tengdu starfinu og þróun fyrirtækisins. Að þessu sinni er hann haldinn á Akureyri. Þessa daga verður því ekki hægt að ná beinu sambandi við starfsfólk okkar og ekki er viðvera á starfsstöðvum.
Lesa meira

Fræðslufundur um kyngreint nautasæði

Föstudaginn 26. september n.k. verður haldinn fræðslufundur um kyngreint nautasæði á TEAMS. Fundurinn hefst kl. 11:00. Á fundinum mun Guðmundur Jóhannesson m.a. fara yfir niðurstöður tilraunarinnar sem gerð var með kyngreint sæði hérlendis s.l. vetur og hvaða atriði þarf að hafa í huga við notkun kyngreinds sæðis. Við hvetjum kúabændur til þess að fylgjast með fundinum en nú þegar kyngreint sæði er komið í almenna notkun er mikilvægt að huga að þeim atriðum sem skipta hvað mestu máli við notkun þess.
Lesa meira

Fyrstu tölur úr tilraun með kyngreint sæði

Eins og kunnugt er var nautasæði kyngreint í fyrsta skipti á Íslandi í desember 2024. Þá var kyngreint sæði úr fimm nautum í tilraunaskyni þar sem hverri sæðistöku var skipt í annars vegar hefðbundið sæði og hins vegar kyngreint. Þetta sæði var notað um mest allt land án þess að frjótæknar eða bændur vissu um hvora tegundina var að ræða. Fyrsta sæðing fór fram 15. janúar s.l. og tilrauninni lauk þann 31. maí. Nú liggja fyrir allra fyrstu tölur um 56 daga ekki uppbeiðsli og eru þær birtar með fyrirvara þar sem uppgjöri er alls ekki lokið. Hins vegar styttist í að kyngreint sæði komi til notkunar og mikilvægt fyrir bændur að vita að hverju þeir ganga.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Því getur verið að erindi fái ekki afgreiðslu fyrr en að þeim loknum í byrjun ágúst. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Skjáborð og skýrslur bónda í Huppu

Nú hefur verið opnað á tvo nýja hluta í Huppu fyrir þá notendur sem greiða fyrir fullan aðgang að kerfinu. Þetta eru annars vegar Skýrslur bónda sem sjást nú sem nýr valmöguleiki undir Skýrslur og hins vegar Skjáborð sem er nú í valmyndinni fyrir neðan Skýrslur. Báðir þessir hlutar eru hugsaðir þannig að hver bóndi getur sett saman sína útgáfu eftir hentugleikum til að fá betri yfirsýn yfir sitt bú.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu sauðfjárbúa 2021-2023

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun sauðfjárbúa fyrir árin 2021-2023. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 198 sauðfjárbúa af landinu öllu. Innlagt dilkakjöt þátttökubúanna var 28,7% af heildarframleiðslu dilkakjöts árið 2023. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni. Árið 2023 reiknast rekstrarniðurstaða þátttökubúa nokkurn veginn á núlli sem er í fyrsta skipti á verkefnistímanum sem spannar 6 ár.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu kúabúa 2021-2023

Út er komin skýrsla hjá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2021-2023. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum 187-192 kúabúa af landinu öllu sem endurspeglar um 45-49% af heildarmjólkurinnleggi landsins, vaxandi eftir árum. Það hlutfall ásamt samanburði við gögn frá fyrri árum bendir til að gagnasafnið gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira