Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn nóvember

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú þegar nóvembermánuður er á enda, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram á miðjan dag þann 11. desember. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en meiri upplýsingar má finna í töflunum sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 428 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær að þessu sinni til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.209,6 árskúa á búunum 428 var 6.630 kg. eða 6.883 kg. OLM
Lesa meira

Sauðfjárbóndinn - Fræðslufundaröð ætluð sauðfjárbændum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur ákveðið að standa fyrir fræðslufundaröð fyrir sauðfjárbændur sem hefur fengið nafnið Sauðfjárbóndinn. Áætlað er að fundirnir verði tíu talsins og dreifist á eitt ár. Fyrsti fundurinn verður haldinn síðari hluta janúar 2026. Þetta verða allt fjarfundir (Teamsfundir) nema einn fundanna sem verður verklegur þar sem farið verður yfir mat á lömbum að hausti.
Lesa meira

Skýrsluhald WF - hvaða feður eiga flest folöld?

Senn styttist í nýtt ár, þannig nú er rétti tíminn til að fara inn í WorldFeng og ganga frá skráningum þessa árs. Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.306 folöld, af þeim hafa 2.379 skráð örmerki. Samkvæmt skráningum í WF hefur fjöldi fæddra folalda síðustu ár verið rétt innan við 6.000, þannig enn er slatti af folöldum óskráð. Í töflu 1 er hægt að sjá fjölda skráðra folalda eftir svæðum. Þó aðeins sé búið að skrá rúmlega 50% fæddra folalda þá er gaman að skoða hvað feður eiga flest þessara folalda. Þegar niðurstöður voru teknar út úr WF Þann 9/12 2025 eiga 32 hestar 20 eða fleiri folöld, sjá nánar í töflu 2. Það þýðir eins og staðan er í dag að 34% skráðar folalda undan 32 feðrum.
Lesa meira

Uppfærsla á Fjárvís.is og leiðbeiningar varðandi haustskil

Í dag var keyrð uppfærsla á Fjárvís með ýmsum smávægilegum breytingum. Sú stærsta þeirra er nýtt yfirlit sem ber heitið "yfirlit yfir aðrar arfgerðargreiningar". Eins og nafnið gefur til kynna er þar að finna yfirlit yfir þá gripi búsins sem sýni til annarra arfgerðargreininga en riðumótstöðu hafa verið forskráð á, sem og niðurstöður þeirra, þar sem við á. Yfirlitið er að finna undir flipanum "yfirlit" efst í græna borðanum í Fjárvís.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2026

Birt hefur verið áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2026. Landsmót verður haldið í þriðja sinn að Hólum í Hjaltadal, það byrjar þann 5. júlí og endar laugardagskvöldið 11. júlí. Vorsýningar enda miðvikudaginn 24. júní og er reynt að teygja þær eins nálægt mótinu og hægt er. Að þeim loknum tekur við útreikningur á kynbótamati sem röðun afkvæmahesta á landsmóti grundvallast á og annar undirbúningur vegna sýninga kynbótahrossa á mótinu. Tilkynnt verður um fjölda kynbótahrossa á landsmóti og tilhögun valsins um leið og það liggur fyrir frá fagráði.
Lesa meira

Breytingar á nautsmæðraskrá og skrá yfir efnilegar kvígur

Fagráð í nautgriparækt hefur ákveðið að gera breytingar á nautsmæðraskrá og skrá yfir efnilegar kvígur, þ.e. flögguðum gripum í Huppu. Breytingin er sú að lágmörk fyrir kýr (nautsmæður) verður nú 108 í heildareinkunn og fyrir efnilegar kvígur 110 í heildareinkunn. Þessi breyting er gerð með hliðsjón af fjölda þeirra gripa sem standast þessi lágmörk og er það vona fagráðs að þetta eefli enn frekar þann hóp nautkálfa sem boðnir eru Nautastöðinni til kaups og kynbóta á íslenska kúastofninum. Um leið eru bændur hvattir til þess að láta vita ef flaggaðar kýr og/eða kvígur eignast nautkálf undan sæðinganauti með það í huga að hann verði keyptur á Nautastöðina.
Lesa meira

Spaði og Harry ekki í boði

Tveir hrútar í hrútaskránni eru ekki í boði. Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Nýjasta útgáfa af FANG-appinu

FANG-appið, til að panta kúasæðingar og fangskoðanir, var uppfært fyrir rúmlega viku og er nýjasta útgáfa númer 1.0.99. Við hvetjum alla til að uppfæra appið sem fyrst en í þessari útgáfu eru nokkrar gagnlegar nýjungar. Fyrst skal telja að nú er hægt að velja sæðistegund í pöntunarferlinu, þ.e. venjulegt sæði, Spermvital-sæði, X-sæði og Y-sæði. Sé ekkert valið er álitið sem svo að óskað sé eftir að nota venjulegt sæði. Þeir bændur sem láta gera fyrir sig pörunaráætlanir þurfa ekki að velja sæðistegund en appið les það beint úr pörunaráætluninni ásamt tillögu að nautum.
Lesa meira

Styrkir til markvissari og loftslagsvænni áburðarnotkunar

Umhverfis,-  orku-  og loftslagsráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið hafa ákveðið að ráðstafa 80 milljónum í loftslags- og orkusjóð til fjárfestinga í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði. Ráðunautar RML veita ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna.
Lesa meira