Hefur eignast tíu kálfa í fimm burðum
28.01.2026
|
Á mánudagskvöldið (26. janúar s.l.) eignaðist Stjarna 996 í Káranesi í Kjós tvíkelfinga, tvær kvígur. Þetta væri svo sem ekki fréttnæmt nema af því að kýrin var að eignast tvíkelfinga í fimmta sinn, hefur aldrei eignast nema tvíkelfinga. Slíkt er einstakt, í það minnsta afar fáheyrt. Stjarna hefur nú eignast 8 kvígur og 2 naut í fimm burðum. Að sögn ábúenda í Káranesi (á karanes.is) gekk burðurinn gekk vel, Stjarna sá um það sjálf, án utan að komandi aðstoðar. Kvígurnar tvær sem fæddust hafa fengið nöfnin Pandóra og Díóna, en "stjörnufræðin" er þemað í nafngiftum afkvæma Stjörnu.
Lesa meira