Fréttir

Rekstur mjólkur- og nautakjötsframleiðenda 2021-2024 - helstu niðurstöður

RML hefur tekið saman helstu niðurstöður úr rekstrarverkefnum hjá mjólkur- og nautakjötsframleiðendum en þessi verkefni byggja fyrst og fremst á þátttöku bænda og góðu samstarfi við þá. Breytileiki í afkomu búanna er mikill og ræður þar talsvert miklu afurðasemi búanna, fjármagnskostnaður, nýting á landi og aðkeyptum aðföngum.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Runólfur Sigursveinsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun árið 2013. Lengst af gegndi hann stöðu fagstjóra á rekstrarsviði en síðustu ár hefur hann starfað sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Runólfur starfaði áður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í um 20 ár sem ráðunautur og þar á undan sem kennari á Hvanneyri í tæp 12 ár. Starfsfólk RML þakkar Runólfi gott og farsælt samstarf og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Lesa meira

Nýtt ár heilsar með nýjum nautum

Nú heilsar nýja árið með átta nýjum nautum í notkun og á sama tíma fara níu naut úr dreifingu. Þau naut sem koma ný inn eru Sjafnar 24007 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal, sonur Billa 20009 og Sjafnar 901 Knattardóttur 16006, Oddi 24008 frá Hólmahjáleigu í Landeyjum, undan Hengli 20014 og Oddu 1707 Piparsdóttur 12007, Alur 24009 frá Dæli í Fnjóskadal, undan Pinna 21029 og 1306 Knattardóttur 16006, ...
Lesa meira

Lokafrestur til að „sækja um“ hvatastyrki vegna sauðfjársæðinga er fimmtudagurinn 8 janúar

Forsenda þess að bændur fái greidda hvatastyrki frá Atvinnuvegaráðuneytinu vegna sæðinga með hrútum sem bera V eða MV arfgerðir, er að sæðingarnar séu skráðar í Fjárvís. Skráningum þarf að ljúka eigi síðar en fimmtudaginn 8. janúar, (skráningum þarf að vera lokið fyrir 9. janúar 2026). Sæðingar þarf að skrá undir „skrá sæðingu“ í Fjárvís (ekki undir „skrá fang“). Til að sækja um hvatastyrkinn þarf í raun ekki að gera annað en að ganga frá þessum skráningum.
Lesa meira

Fræðslufundur – fjósbyggingar, flökkustraumur & atferli kúa

RML býður bændum á fræðslufund með dönskum sérfræðingi í fjósbyggingum og hönnun, þar sem farið verður yfir lykilatriði er varða rafmagnsöryggi í fjósum, flæði og atferli kúa.Tveir ráðunautar RML verða einnig með á fundinum. Á fundinum verður fjallað um (1) flökkustraum í fjósum – hvað hann er, hvaða áhrif hann hefur og hvernig má greina hann út frá atferli kúa (2) hvernig atferli kúa gefur til kynna möguleg rafmagnsvandamál (3) næstu skref til að greina og leysa úr vandamálum (4) flæði í fjósum og áhrif þess á hreyfingu, ró og hegðun kúa. Eftir erindið verður farið í Hvanneyrarfjós, þar sem sérfræðingurinn leiðir vettvangsskoðun.
Lesa meira

Metþátttaka í sauðfjársæðingum

Metþátttaka í sauðfjársæðingum og flestir skammtar sendir úr 25-828 Völusteini frá Villingadal
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofum RML

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins sendir bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML og skiptiborð eru lokuð aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum okkar á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs en síminn er opinn mánudaginn 29. desember kl. 9-12 og 13-16, og þriðjudaginn 30. desember kl. 9-12 og 13-16. Á nýju ári opnum við aftur föstudaginn 2. janúar 2026. Gleðileg jól
Lesa meira

Tafir á prentun vorbóka 2026 - frétt uppfærð síðdegis 19. desember

Vegna breytinga á framsetningu ákveðinna hluta í vorbókum tafðist um nokkra daga að koma fyrstu prentskrám af stað frá okkur. Fyrstu skrárnar fóru síðan frá Fjárvískerfinu þann 8. desember. Í þeirri sendingu voru prentskrár fyrir 554 vorbækur. Þegar hlutirnir ganga sæmilega eða þaðan af betur, hefur prentun á borð við þessa tekið í kringum viku
Lesa meira

Forritari

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir forritara sem gæti sinnt fjölbreyttum þróunar- og hugbúnaðarverkefnum í landbúnaði. Helstu verkefni og ábyrgð: Þátttaka í þróunarteymum RML sem sinna hugbúnaðargerð og upplýsingatækni, forritun og hugbúnaðargerð, prófanir, vinna við Oracle gagnagrunna og önnur verkefni s.s. líkanagerð í Excel og annað með aðstoð gervigreindar. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun kostur, þekking eða framhaldsmenntun á sviði tölvunarfræði eða verkfræði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, góðir samskiptahæfileikar og góð þjónustulund, 3+ ára starfsreynsla æskileg. Þekking og reynsla í eftirfarandi er æskileg: Python (Django, Flask), Oracle (PL/SQL), Javascript, jQuery, React o.fl. Fram- og bakendaforritun.
Lesa meira